Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Side 77
MÚLAÞING
75
hafa verið efnaður, og hefur Bjarni auðvitað erft hann að
sínum hluta. Bjarni hefur því verið efnamaður, þegar hann
gekk að eiga Ragnhildi. Hann hefði ekki fengið svo stórætt-
aðrar og auðugrar konu sem Ragnhildur var, ef hann hefði
ekki haft ætt og efni til slíks kvonfangs.
Þjóðsagan hefur aukið nafn Bjarna með „Hákarla“-viður-
nafninu, hvernig sem á því stendur. Ekkert er um það víst að
Bjarni hafi fengizt við hákarl, þótt munnmæli hafi skapazt
um það.
Hér að framan er vikið að því að afi Bjarna hafi verið
Runólfur Sturluson bróðir Rannveigar konu Gamla Marteins-
sonar. Sturla faðir þeirra var sonur Geirs á Seylu, eins og
áður segir. Faðir Geirs á Seylu var Þorsteinn í Auðbrekku d.
1320, sonur Geirs auðga á lífi 1288, sonar Þorvaldar auðga
fulltíða 1199, sonar Guðmundar dýra d. 1212. Guðmundur var
af kyni Möðruvellinga út af Helgu dóttur Helga magra. Helga
var kona Auðuns rotins landnámsmanns. Kona Þorsteins
Geirssonar og móðir Geirs á Seylu var Rannveig Þörðardóttir
Herra Hallssonar á Möðruvöilum. Hannes Þorsteinsson telur
(S.m.æv.), að Marteinn faðir Bjarna hafi verið Runólfsson, og
við það hef ég stuðzt hér. Eins og segir hér að framan, var
Runólfur sonur Sturlu Geirssonar á Seylu í Skagafirði. Sturlu-
nafnið bendir til þess að ætt frá Guðmundi dýra hafi tengzt
niðjum Sighvats Sturlusonar, og er sennilegt að svo hafi verið.
Geir á Seylu kemur við bréf nyrðra á árunum 1340—1350. I
máldaga Hólakirkju í Eyjafirði sem gerður er um 1318, er
Sturla Geirsson nefndur og sagður hafa gefið kirkjunni „sex
hundruð í vaðmálum til líkneskjukaups". Jón Þorkelsson seg-
ir í athugagrein (fbr.II.bls.451) að þessi klausa í máldagan-
um sé síðari viðbót, enda hlýtur svo að vera, Sturla er varla
fæddur mikið fyrir 1330. Þetta er sjálfsagt rétt athugað hjá
Jóni Þorkelssyni, þessu er hnýtt aftan við máldagann. Og enn
segir Jón Þorkelsson (ifbr.V.ibls.817) í viðauka: „Stulli Geirs-
son mun að vísu vera sonur Geirs á Seylu (1340—1350) Þor-
steinssonar úr Auðbrekku og mun hálfbróðir, samfeðra, Áma
og Jóns og faðir Arnórs, Magnúsar, Runólfs og Þórðar". Eins