Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 79
MÚLAÞING
77
kárins, eftir orðalagi og samhengi gæti hann hafa verið son-
ur Yngveldar og albróðir Þórðar og Úlfs (Sturlunga). Ekk-
ert er kunnugt um þessi börn Þórðar kakala annað en það
sem sést af máldaganum og Sturlungu, en Þórður kakali var
eftir því sem segir í Sturlungu talinn eiga Grund. Það er því
líklegt að einhver af börnum hans hafi verið alin þar upp, og
samkv. máldaganum er auðséð að Jón kárin hefur eitthvað
búið þar. Jón var nefndur „bóndi“, svo að einhver virðinga-
maður hefur hann verið.
Þau Steinvör Sighvatsdóttir og Hálfdán Sæmundarson frá
Odda bjuggu á Keldum á Rangárvöllum. Synir þeirra voru
Sighvatur, Sturla og Loftur. Þegar Oddi var dæmdur af þeim
bræðrum 1273, munu þeir hafa leitað norður í Eyjafjörð og
setzt að á Grund, a. m. k. Loftur, sem bjó þar til þess hann
lézt 1312. Sonur hans Björn dó sama ár, en dóttir hans var
Grundar-Helga. Samkvæmt máldaganum 1318, sem áður get-
ur, gaf herra Loftur Grundarkirkju „3 hundruð, skjöld og
bjarnarfell“. Það er svo að sjá af framansögðu, að herra
Loftur og Jón ,,bóndi“ hafi verið eitthvað samtíma á Grund,
og þar mun Grundar-Helga hafa alizt upp (Smæ.II.bls.490).
Áður en Stur'a Sighvatsson fékk Solveigair Sæmundardótt-
ur frá Odda, átti hann með Vigdís' Gíslsdóttur dóttur sem
Þuríður hét, og var hún kona Eyjólfs ofsa Þorsteinssonar.
Bjuggu þau í Eyjafirði. Með Solveigu konu sinni átti hann
Þuríði, konu Hrafns Oddssonar, Guðnýju, konu Vigfúsar
Gunnsteinssonar og Ingunni, konu Sæmundar Ormssonar. Jón
sonur Sturlu og Solveigar dó ungur og barnlaus.
Ég tel að meðal einhverra þeirra afkomenda Sighvats sem
getur hér að framan, sé að leita móður eða formóður Sturlu
Geirssonar, þó að mér hafi enn ekki tekizt að koma auga á
rétt samhengi. Það verður því að svo stöddu að láta þetta
nægja um þessar kynrætur Hákarla-Bjarna.
Þau Bjarni og Ragnhildur bjuggu á Ketilsstöðum, þar til
Erlendur sonur þeirra tók þar við búi. Þá fluttu þau að Eið-
um og bjuggu þar til æviloka. Börn þeirra voru þessi: