Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 81
MÚLAÞING
79
um í Svarfaðardal. Kona Halls Ólafssonar var Ragnhlldur
Pálsdóttir frá Eiðum, systir Ingibjargar konu Lofts ríka (fbr.
IV.b!s.251). Ragnhildur á Eiðum var þá amma Sesselju konu
Hallsteins og hefur vafalaust átt jarðir í Múlasýslu eins og
Ingibjörg systir hennar. Verður vikið að því síðar.
Hjónaband þeirra Sesselju og Einars Ormssonar dæmdi
Sveinn biskup spaki ólögmætt vegna fjórmenningsmeina. Ein-
ar hafði með arfleiðsluskrá ráðstafað til barna þeirra Sess-
elju mjög miklu af eignum, m. a. til Ragnhildar dóttur þeirra
23 hundruðum í Víðivöllum fremri í Fljótsdal og Fagradal í
Breiðdal, en til Helgu dóttur þeirra Núpi á Berufjarðarströnd.
Skal nú vikið að uppruna Hallsteins. Samkvæmt bréfi gefnu
út 19. sept. 1474 hefur Hallsteinn gefið Þórði Jónssyni frænda
sínum Hól í Siglufirði og 10 hundruð í þarflegum peningum.
Bendir þetta til norðlenzks uppruna Hallsteins. Bréf þetta er
gert á Skriðu í Fljótsda1. I Austurlandi V. bls. 106 er Hall-
steinn talinn afkomandi Árna dalskeggs Einarssonar og væri
þá af norðlenzkum ættum. I Sýslumannaævum er hann talinn
Sunnlendingur 4. bindi bls. 689. Hann mun þar vera talinn
sá Hallsteinn Þorsteinsson sem ásamt fleiri er í dómi um
Kross í Landeyjum 1460. I þessum dómi sátu einnig Þorsteinn
Arnórsson og Arnór Steinþórsson. 1 registri við fornbréfa-
safnið 5. bindi er þess getið til að Þorsteinn Arnórsson hafi
verið faðir Halisteins og Arnór Steinþórsson faðir Þorsteins.
Arnórs getur í bréfi 1432, og hann er í Krossreiðardómi 1471.
Ef Þorsteinn þessi væri sonur hans, væri hann varla fæddur
fyrir 1425, og ef Hallsteinn væri sonur þessa Þorsteins, væri
hann varla fæddur fyrir 1445 og því fráleitt að hann væri
kvaddur í dóm 1460. Það fær því vart staðizt að Hallsteinn
hafi verið sonur Þorsteins Arnórssonar. Hinsvegar hefur Hall-
steinn setið í dóminum 1460.
Árni Einarsson prests á Breiðabólstað í Vesturhópi, offici-
alis Hafiiðasonar Steinssonar, keypti Gunnarsholt 1398 (fbr.
III.bls 635). Þorsteinn sonur Árna seldi jörðina aftur 1475.
Þeir feðgar, Árni og Þorsteinn, hafa búið í Gunnarsholti. Þor-
steinn sat í Krossreiðardómi 1471. Það er Þorsteinn Árnason,