Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 82
80
MÚLAÞING
sem mestar líkur eru til að liafi verið faðir Hallsteins, og má
raunar telja það víst. Af því sem hér segir er eðlileg seta
Hallsteins í dómi á Suðurlandi 1460, ennfremur sést af áður-
sögðu að hann var Norðlendingur að uppruna, og kemur það
heim við eignarrétt hans á jörðum í Norðurlandi. Árni Einars-
son var faðir Þorleifs föður Björns ríka, sem veginn var á
Rifi. Þeir Þorleifur faðir Björns ríka og Þorsteinn faðir Hall-
steins voru því bræður. Árni bjó fyrst í Auðbrekku og þar var
hann 1380. Þar missti hann konu sína, móður Þorleifs, en
hefur þá flutt suður. Þar giftist hann aftur, og hefur Þor-
steinn verið af því hjónabandi og því hálfbróðir Þorleifs. Árni
var dáinn 1406. Þá hefur Þorsteinn verið barn að aldri. (Smæ.
I.bls.150—152). 1 athugagrein þar segir: „en þau Árni og
Ragnheiður hafa engin börn átt sarnan". Þar getur Þorleifs
við skipti á búi fyrra manns Ragnheiðar. En auðvitað átti
Þorleifur engan arf að taka úr því búi. Þorleifur hefur því
verið viðstaddur þau skipti til að gæta hagsmuna bróður síns,
sem var barn að aldri. En búi Ragnheiðar og fyrri manns
hennar hefur fyrst verið skipt að Árna látnum. Þess er áður
getið að í 5. bindi fornbréfasafnsins sé Hallsteinn talinn son-
ur Þorsteins Arnórssonar. Þetta er á bls. 905. Á bls. 1087 í 5.
bindi er Þorsteinn Árnason talinn eins til ættar og ég hef gert
h.ér að framan og sýnt fram á, að það sé hann sem hefur
verið faðir Hallsteins.
Þegar Þorsteinn seldi Gunnarsholt 1475 var hann orðinn
gamall maður (fbr.5.bls.790), f. ca. 1400. Þá er Hallsteinn
sonur hans fluttur austur að Víðivöllum í Fljótsdal (14671 nr
setztur að á Skriðu í Fljótsdal (1474) og þá kvæntur Sesselju.
Af því sem getur hér að framan hafa þau Hallsteinn og
Sesselja verið af göfugu bergi brotin, enda stórmannleg, eins
og sést á því er þau gáfu Skriðu í Fljótsdal til klausturs.
Son áttu þau sem Einar hét, líklega eftir fyrri manni Sess-
elju. Niðja hans hef ég ekki fundið. Jarðeignir þeirra hjóna í
Múlasýslum sýnast hafa verið samkvæmt þeim heimildum sem
ég hef haft undir höndum: Skriða í Fljótsdal, sem þau votta