Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Síða 83
MÚLAÞING
81
árið 1500 að þau hafi gefið til stofnunar klausturs, Brekka í
Fljótsdal, sem Einar sonur þeirra seldi Skriðuklaustri 31. ág.
1513; þá hafa þau Hallsteinn og Sesselja verið dáin, og Fljóts-
bakki, sem þau seldu Bjarna Marteinssyni 20. nóv. 1477.
Bjarni hefur þá verið fluttur að Eiðum, þar var bréfið gjört
(fbr.VLbls.119). Líklegast er að þessar jarðir hafi Sesselja átt
og að Ragnhildur amrria hennar hafi fengið þær í sinn hlut
við skiptin eftir foreldra sína. Hún hefur þá fengið Skriðu,
Brekku og Fljótsbakka móts við Ingibjörgu, sem hefur fengið
Eiða, Ketilsstaði og Njarðvík, eins og áður er bent á. Þær
systur gátu hafa fengið meira af jarðeignum, þótt nú verði
ekki á þær bent.
Jarðir þær sem Einar fyrri maður Sesselju ánafnaði dætr-
um sínum á Austurlandi, e. t. v. með samþykki konu sinnar,
og getið er hér áður, gátu hvort heldur er hafa verið erfð
Sesselju eða af sjálfsaflafé Lofts ríka. Meðal gjafa Einars
Ormssonar voru 15 hundruð til Valþjófsstaðakirkju, og 1U
Margrétar Þórhalisdóttur móður Sesselju konu sinnar gaf
hann eða greiddi („skipa ég aftur“) jörðina Skúmsstaði, þrjá
hesta og 10 vættir smjörs „austur á Skriðu“ (fbr.V.bls.569—
570). Sennilega hefur Margrét átt þessar eignir í búi Einars
tengdasonar síns og hann verið að skila þeim. í arfleiðslu-
bréfi Einars er Sesselju ekki getið, en gjafir hans til Val-
þjófsstaðakirkju og smjörið á Skriðu sýna að Einar hefur
haft samband við Fljótsdal, e. t. v. einhvern búrekstur þar.
Það virðist liggja Ijóst fyrir af því sem að framan greinir,
að Páll Þorvarðarson á Eiðum hefur verið stórauðugur mað-
ur. Það verður ekki séð hvernig hann hefur eignazt allar
jarðirnar sem að framan getur. Hér skal þess aðeins getið að
hann var afkomandi Þorvarðar Þórarinssonar og a. 1. Ög-
mundar Helgasonar og Steinunnar Jónsdóttur frá Kirkjubæj-
arklaustri. Verður þetta ekki rakið hér. í
Svo virðist sem Hallsteinn hafi flutt austur og setzt að á
Víðivöllum ytri í Fljótsdal 1467. Þá hefur hann fengið um-
ráð yfir jörðinni, en það sést ekki hvort hann hefur keypt