Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 84
82
MÚLAÞING
hana eða haft hano, á leigu. Hann virðisl hafa flutt að Skriðu
um það leyti sem þau Sesselja stofnuðu til hjúskapar, og þar
hafa þau búið til æviloka.
Það er kunnugt um Víðivelli ytri, að 1405 átti séra Guð- )
mundur Þorsteinsson á Valþjófsstað jörðina og afhenti Sigríði
dóttur sinni hana, þegar hún var gefin Arnoddi nokkrum
Brandssyni. Það liggur ekki ljóst fyrir af hvaða ættum séra
Guðmundur var, en iíkur benda til að hann hafi verið ættað-
ur úr Vopnafirði. Hann átti þar jarðir sem hann greiddi fyrir
Bessastaði í Fljótsdal 10. nóv. 1398 (fbr.III.bls.638—639).
Kaupmáli Sigríðar Guðmundsdóttur og Arnodds var gerður
17. okt. 1405 (fbr.III.bls.705—706).
Þess er getið hér áður að Hallsteinn muni hafa átt Sval-
barð, og er það byggt á því að Einar sonur hans og Sesselju
seldi Þorsteini Finnbogasyni 25 hundruð í Svalbarði á Sval-
barðsströnd með bréfi dags. 18. nóv. 1522 og 4. apr. 1529
(fbr.IX.bls.121). Virðist það hafa verið föðurarfur hans. ^
Bróðir Sesselju konu Hallsteins var Páll Þorsteinsson í
Hoffelli í Hornafirði. Hallsteinn nefndi hann í dóm á Bessa-
stöðum 1485 ásamt fleirum, í málastappi um Bustarfell (fbr.
VI.bls.535).
I Þingmúla er dagsettur 21. sept. 1488 samningur sem
gjörður var á Hallormsstað sama dag, þar sem Páll Þorsteins-
son afsalar 10 hundruðum í Hofi í Öræfum gegn því að
Magnús Skálholtsbiskup kvitti hann fyrir 6 barneignir með
Þórdísi Runólfsdóttur. Til þess að afhending þessi væri gild,
þurfti samþykki Sesselju systur hans og Margrétar Þórhalls-
dóttur móður þeirra. Hallsteinn Þorsteinsson var meðal votta
að þessum gjörningi (fbr.VI.bls.638).
Svo er að sjá að Þorsteinn Hallsson og Margrét Þórhalls- ^
dóttir kona hans, en foreldrar Sesselju og Páls, h’s.fi verið
efnuð. Auk jarða þeirra sem að framan getur og Sesselja
virðist hafa fengið í sinn hlut, hafa þau átt jarðir í Skafta-
fellssýslu, sem hafa fallið í hlut Páls. Má þar benda á Hof-
fell, sem var ábýli Páls, Hof í Öræfum, Borgarhöfn og e.t v.
fleiri. Páll sonur Páls Þorsteinssonar fékk sér dæmda Borg-
J