Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 85
MÚLAÞING
83
arhöfn samkvæmt skiptabréfi, sem hann lagði fram 17. nóv.
1480 (fbr.VI.bls.304—305). Borgarhöfn hefur þá a. 1. verið
eign ættarinnar. Eins og áður getur, átti Margrét Þórhalls-
dóttir Skúmsstaði í Landeyjum. Þótt þær séu forvitnilegar
hvað ætt snertir, Þórdís Runólfsdóttir, sem Páll átti börnin
með, og Margrét móðir hans, verður það ekki rakið hér, enda
óvíst um það.
Hallsteinn hafði átt bróður sem Hallkell hét. Hann hefur
líklega verið dáinn 1496. Sonur Hallkels, Árni, hafði verið
drepinn. Vegandinn var Jón nokkur Oddsson. Hallsteinn var
staddur á Skúmsstöðum 6. ág. 1496, og þá kvittaði hann Jón
fyrir vígsbótum eftir Árna 15 hundruðum. Valtýr Sigurðsson
átti að greiða sektina. Hann hafði drepið Bjarna Ólafsson
föðurbróður Jóns Oddssonar. Valtýr hefur átt að bæta það
víg með 15 hundruðum og Hallsteinn þá að fá bæturnar eftir
frænda sinn hjá Valtý. Á þenna hátt hefur Hallsteinn leitt
þessi vígsmál til lykta þarna á Skúmsstöðum. Valtýr þessi
hefur e. t. v. verið Austfirðingur. Hann er a. 1. sá Valtýr
Sigurðsson sem var meðal kaupvotta þegar Einar Hallsteins-
son seldi Brekku 31. ág. 1513 og sami maður og gaf Skriðu-
klaustri Hvanná 5. sept. 1514, þá sjúkur og hefur dáið
skömmu síðar (fbr.VIII.465). Þess er áður getið að ókunnugt
er um konu eða börn Einars Hallsteinssonar, svo að ekki
verður bent á niðja þeirra Hallsteins og Sesselju.
Hins vegar átti Sesselja 8 börn með Einari frænda sínum
Ormssyni, og má vafalaust rekja ættir til einhverra þeirra
barna, þótt engin tilraun verði gerð til þess hér.
Hér að framan sést að á fimmtándu öld koma valdamenn
af norðlenzku bergi brotnir til áhrifa í Múlasýslum. Konur
þeirra voru afkomendur hinna fornu austfirzku höfðingja-
ætta og áttu jarðeignir góðar, sem höfðu gengið að erfðum
frá einni kynslóð til annarrar. Ætt þeirra frá Páli Þorvarðar-
syni á Eiðum er frá dætrum hans, Ingibjörgu konu Lofts ríka
og Ragnhildi konu Halls Ólafssonar. Skyldleiki þeirra er
þessi: Eiða-Páll, faðir Ingibjargar, móður Þorvarðar ríka á
Möðruvöllum, föður Ragnhildar konu Bjarna Marteinssonar.