Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 86
84
MÚLAÞING
Biða-Pá’I, faðir Kagnliildar, móður Þorsteins Hallssonar,
föður Sesse'.ju konu Hallsteins Þorsteinssonar.
Rétt er að geta þess hér, áður en skilizt er við þetta efni,
að Loftur ríki átti börn með Eristínu Oddsdóttur frændkonu |
sinni, eins og vikið er að hér að framan. Meðal þeirra var
Ormur faðir fyrri manns Sesselju, Einars. Meinbugir á hjú-
skap Einars og Sesselju stöfuðu ekki af ættinni frá Lofti, þar
sem Sesselja var ekki út af honum komin. Jarðirnar sem Ein-
ar ánafnaði dætrum sínum, gátu hafa verið af erfðafé eftir
Eiða Pál og ánafnaðar með samþykki Sesselju, þótt þess sé
ekki getið. En þær gátu líka stafað af aflafé Lofts og þá
verið óviðkomandi erfingjum Eiða-Páis.
Eg í Götu, eg í Götu
í þrjár nætur var.
Söng þar fagurt svanni,
sú kann skemmta manni.
Sveinbjörg heitir, Sveinbjörg heitir
Sveins er dóttir þar.
Hún er systir, hún er systir
hen.nar Bóthildar,
sem býr á Bakkabænum,
bala stendur grænum.
Hún á hann Bjarna, hún á kann Bjarna
og svo búið þar.
Gata var hjáleiga frá Skeggjastöðum í Fellum. Sveinbjörg
og Bóthildur eru dætur Sveins Einarssonar í Götu og Vil-
horgar (sjá Æ. Au. nr. 1674 og áfram). Bakkabærinn er Stóri-
Bakki í Tungu. Bcthildi átti Bjarni Jónsson bóndi þar. —
Höf, ckunnur.