Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 87
Guðmundur Eyjólfsson á Þvottá:
Systkinin frá Skálafelli
Það voru ekki svo fáir karlar og konur sena lögðu leið sína
úr Skaftafellssýslu austur yfir Lcnsheiði og í Múlaþing á öld-
inni sem leið. 1 þeim hópi voru systkinin frá Skálafelli í Suð-
ursveit, Jón Jcnsson síðar bóndi á Geiíhellum og Ragnhiidui'
systir hans síðar húsfreyja á Hvanmvöllum í Múladal og enn
íúðar að Víðidal í Lóni, sem hér verður reynt að segja frá.
Þau munu hafa flutzt hingað í Geithellahrepp um 1838 og
dvöldu hér í sveit æ síðan á me&an líf entist, utan þan 14 ár
sem Ragnhildur dvaldi á Grund í Viðidal í Lóni. Það hygg ég
að jþau hafi komið hér samtímis, Jón þá 17 ára en hún 12.
Þau lentu hér í vistir, hann að Hvannavöllum í Múladal, ég
hygg til Árna Markússonar frá Flugustöðum og ko.nu hans
Sigríðar Antoníusdóttur frá Hálsi, en hún -að Múla eða Flugu-
stöðum, en á þeim bæjum er mér sagt að hún hafi verið fyrstu
árin og þá smalasteipa.
Það er mér sagt að systkini þessi hafi verið mjög hlédræg
og hljóðlát og ekki gefin fyrir að slá um sig með hávaða, mik-
ilmennsku eða grobbi, heldur það' gagnstæða og það svo að
talið var að nálgaðist mannfælni. En það var mér líka sagt af
nákunnugu fólki að þegar búið var að ná tali af Jóni þá hafi
ha.nn verið hverjum manni þægilegri, ræddi þá um alla heima
og geima sem kallað er því hann var maður bæði fróður, les-
inn og stálminnugur og kem ég að því síðar. Sama mun hafa
mátt segja um Ragnhildi, hún gat verið ræðin útaf fyrir sig
við kunnuga.
Það mætti nú kannski segja að það sé svo fátt sem hægt er
um svona fólk að segja að ekki sé ástæða til að fara að rifja
það upp löngu eftir jarðvist þess, en aldrei er það þó svo- að
ekki eigi hver sína sögu, og ef þeir eiga niðja þá getur verið