Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Síða 88
86
MÚLAÞIN G
forvitnil'egt að heyra eitthvað frá þeim sagt, og hvernig fólk
þ*að var sem maður á ætt til að re'kja.
Ætt og uppruni þeirra systkina
Jón isá sem hér er frá sagt var föðurafi minn sem þetta
rifja upp. t
Hann var fæddur að Uppsölum í Suðursveit 4. nóvember
1821 og dáinn 24. september 1895 að Borgargarði í Hálsþing-
há, en bjó allan sinn búsk-ap að Geithellum í Álftafirði. Faðir
hans var Jón bóndi að Uppsölum og síðar að Skálafelli í Suð-
ursveit, Þorsteinsson, fæddur 1788, dáinn 28. september 1859.
Kona ihans var Sigríður Þorvarðardóttir fædd 1788, dáin 6.
rnaí 1863. !
Þorsteinn faðir Jóns v>ar Vigfússon, bóndi á Felli i Suður-
sveit, fæddur 1756. Kona Ingunn Guðmundsdóttir, fædd 1766,
dáin 5. okt. 1834. Vigfús í Felli var Vigfússon bónda á Skála-
felli fæddur 1711. Kona hans var Guðný Þorsteinsdóttir, fædd
1715. Vigfús bóndi á Skálafelli var Runólfsson, fæddur 1688.
Kona hans var Katrín Árnadóttir bónd>a í Þinganesi í Nesjum,
Bjarnasonar, fædd 1688.
Ingunn kona Þorsteins í Felli var dóttir Guðmundar bónda
á Kálfafelli, Brynjólfssonar, fædd 1731. Kona Guðmund>ar var
Auðbjörg, fædd 1732, Þórðardóttir bónda í Borgarhöfn, Ingi-
mundarsonar. Guðmundur á Kálfafelli var sonur séra Brynj-
óifs á Kálfafellsstað í Suðursveit. Kona séra Brynjólfs var
Guðný Guðmundsdóttir prests á Hallormsstað í Skógum,
Árnasonar. Faðir séra Brynjólfs var Guðmundur prestur að
Stafafeili í Lóni, áður að Þvottá, Magnússon frá Viðborði á
Mýrum. Kona hans var Sigríður Guðmundsdóttir bónda ríka á
Melrakkanesi Bessasonar.
Þorvarður faðir Sigríðar konu Jóns Þorsteinssonar vaf
Magnússon bónda að Rauðabergi á Mýrum, fæddur 1767, dá-
inn 16. febrúar 1837. Kona hans var Lússía Jónsdóttir f. 1766,
d. 3. maí 1840. Magnús á Rauðabergi var Sigmundsson bónda
í Holtaseli á Mýrum, f. 1723. Kona Þórlaug Þorsteinsdóttir, f.
1722.