Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Síða 90
88
MÚLAÞIN G
Einar faðir Katrínar bjó í Krossgerði á Berufjarðarströnd,
Þorbjörnsson, kona Lísibet Bessadóttir, fædd 1770, dáin 2.
júní 1847, Sigbvatssonar bónda í Krossgerði, fæddur 1726,
kona Katrín Jónsdóttir, fædd 11. apr. 1727.
Antoníus á Hálsi var sonur Sigurðar eldra í Ham-arsiseli,
fæddur 1733, dáinn 1811, kona Ingibjörg Erlendsdóttir, fædd
1736. Faðir Sigurðar eldra í Hamarsseli var Antoníus bóndi á
Hamri, Árnason, fæddur 1700, kona Þórunn Björnsdóttir. Er-
lendur faðir Þorbjörns í Kroissgerði var Bjarnason, bónda á
Ásunnarstöðum í Breiðdal, fæddur 1710, dáinn 1784, kona
Guðný Þorsteinsdóttir, bónda í Eskifirði, Ketilssonar. Faðir
Hal'dóru fyrri konu Antoníusar á Hálsi var Jcn Eiríksison
bóndi í Hoffelli í Nesjum, kona Guðný Björnsdóttir. Sighvat-
ur í Krossgerði var Valdason, bónda i Núpshjáleigu á Beru-
fjarðarströnd, kona Katrín Jónsdóttir ívarssonar frá Skoru-
vík á Langanesi'. Árni faðir Antoníusar á Hamri bjó á Bragða-
völlum í Hamarsdal, kona Una Guðbrandsdóttir, þangað flutt
úr Breiðdal.
Jón afi minn
Hann flutti ungur hingað í Geithellahrepp eins og eg hef
áður getið, og hef eg fyrst spurn af honurn á HvannavöKum
sism þá voru í byggð, og bjó þar Árni Markússon frá Flugu-
stöðum. En vel má vera að hann hafi dvalið hér einhvers stað-
ar í sveitinni áður. Hvannavellir eru innst inni á Múladal, og
er talinn þriggja klukkustunda gangur þangað frá Múla.
Á Hvannavöllum dvaldi hann eitthvað, og þar var hann
þegar slysið varð í Víðidal, er snjóflóðið hljóp á (bæinn og
bóndinn fórst og tvö börn þeirra hjóna. En mæðgurnar björg-
uðust. naumlega og illa til reika norður yfir hraunið til Múla-
dals og var bjargað í Hvannavelli. Jón stóð yfir fé að kvöld-
lagi þar innundir brekkunum, þar sem hét á Stekkatúni. Hon-
um fannst hann sjá eitthvað kvikt uppi á brúninni þar beint
upp af og sagði frá því er hann kom íheim, en ekki var ígerð
að því frekari gangskör um kvöldið, en að morgni var hann
sendur á vit við þetta ef ekki hefði verið um tóma missýningu