Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 94
92
MÚLAÞING
bóknám var h-ann vel lesinn. En þá var meðal almennings lít-
ill bókakostur og mátti þykja gott ef menn væru læsir, en þar
munu hafa verið nokkrar undantekningar á. Hann átti mikið
af bókum svo sem allar Islendingasögur, Noregskonungasögur,
Sturlungu, Biskupasögur, Riddarasögur, Þúsund og eina nótt
og fleiri. En eftir lát hans fcru allar hans bækur í glatkistu
vegna útlána til annarra, komu oft ekki aftur nema slitur ein
og mikið tý.ndist með öllu.
Það sögðu mér menn sem honum voru nákunnugir að líkast
hefði verið >að Jón kynni þessar bækur, því sama hefði verið
hvar upp í þeim hefði verið flott, og ræddi hann þá um efni
þeirra tímunum saman. Sögðu þá þessir honum kunnugu menn
að þá hefði verið fróðlegt að hlusta á Jón gamla er hahn var
búinn að sökikva sér niður í efni bókanna.
Jcn var talinn frískleikamaður á sínum yngri árum og snar,
cg það sagði Sigfús mágur hans maður Ragnhildar systur
Jóns, en Sigfús var snarmenni með afbrigðum og hlaupagikk-
ur, að ekker.t snarmenni væri hann á borð við Jón mág sinn
og því til sönnunar sagði hann eftirfarandi:
Það var eitt sinn snemma vetrar að ég þurfti að fara kaup-
staðarferð á Djúpavog og hafði hest undir trúss. I bakleið-
inni gisti ég hjá Jóni mági mínum að venju. Um kvöidið sagði
hann mér >að hann ætlaði að koma með mér inneftir af gott.
veiðui- yrði með morgninum. Þetta gladdi mig mikið því með
Jóni mági mínum þótti mér gott að vera. Næsta morgun var
veður stillt en vindlegt norðvestan og því storms að vænta út
dalinn. Við lögðum af stað tímanlega. Þeg>ar inn á dalinn kom
var orðinn strekkingsstormur og því hvassari sem innar kom.
Við gengum nú sinn hvorum megin við drógina til þess að h-afa
hendui- á klyfjunum ef þær skyidu sveiflast af klökkunum.
Þegar upp á Brattasnið kom, kom sviptibylur mikill og snar-
aði klyfjunum af klökkunum báðum í einu. Jón greip klyfið
sín megin á lofti og setti á klakkinn samstundis, en ég missti
mitt niður. Þetta gekk svo alla leið heim, klyfin snöruðust af
á hvsrri hæð, Jón greip það ávallt á lofti og setti á klakkinn
en ég missti mitt alitaf niður.