Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 95
MÚLAÞING
93
Þessi frásögn er rétt höfð eftir Sigfúsi því ég heyrði hann
segja ha.na sjálfan. En hitt er annað mál hvort Sigfús hefur
ýkt söguna eitthvað Jóni í vil því hann hafði mikið dálæti á
Jóni mági sínum og ég held næstum öllum sem voru nákomn-
ir þeim systkinum.
Eins og áður er getið bjó Jón allan sinn búskap á Geithell-
um og bjó þar sæmilsgu búi þótt jarðnæði væri lítið og afföll
á kindum ha.ns mikil vegna bráðapestar sem lá gróft í kind-
um bans, en þá var ekki farið að bólusetja við þeirri pest. Það
sagði mér Eyjclfur sonur hans að eitt haust hefði faðir sinn
sett á vetur 28 sauði og hefðu 14 af þeim drepizt um veturinn
úr pestinni eða réttur helmingur. Það sagði hann líka að
ávallt hefði drepizt meira úr sauðunum en ánum. Hafði hann
því sauðina jafnan gamla, upp í fimm og sex vetra.
Jón stjúpsonur hans fór frá honum laust eftir fermingu, þá,
í vinnumennsku að Bjargarrétt við Búlandsnes og var þar
fjögur ár. Þaðan sigldi hann til trésmíðanáms í Kaupmanna-
'höfn laust fyrir 1880. Ha.nn fór síðar til Vesturheims þá
kvæntur danskri konu. Síðan hefur Htið af honum frétzt. Er
hann fór til Hafnar krafði hann Jón stjúpföður sinn um móð-
urarf. Tók Jón þá upp sjóvettling og taldi honum móðuranfinn
út, var við þessu 'búinn.
Jón afi minn hirti ávallt gripi sína sjálfur. Var vani h-ans
að drekka kaffi að morgni, kom svo skjaldnast inn allan dag-
inn fyrr en að dagsverki loknu. Stóð þá matur hans á borði
við rúmið. Leysti han.n þá af sér skó og lagðist upp á rúm og
hafði hátt undir höfði, tók disk sinn cg snæddi. Það sögðu mér
bræður tveir sem voru á þessum árum u'nglingar á Geithell-
uim, íen 'á öðru búi, að mikið gaman hefðu þeir haft af að
koma til Jóns á kvöldin er þeir vissu að hann var kominn inn
frá gegningum og rabba við hann. Ef þeir hittu svo á að hann
var að fnatast og ekki búinn er þeir fóru að tala við hann,
var hann svarafár eða anzaði Lítið eða ekki. E.n er hann hafði
lokið máltíð, drukkið kaffi á eftir, látið í pípu sína og púað
nokki-a reyki leit hann lil þeirra og spurði: „Voruð þið nokk-
uð að segja við mig drengir?"