Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 96
94
MÚLAÞING
Er '’hann íhafði reykt úr pípu sinni settist hann upp tók
prjóna sína og prjónaði alla vökuna. Ræddi hann þá um bæk-
ur og sagði sögur fram í vökulok.
Söngmaður var hann og hafði mikla og fallega söngi-ödd.
Var hann um skeið forsöngvari í Hofskirkju. Þá var hér ann-
ar Jón Jónsson í sókninni, Skaftfellingur úr Öræfum kallaður
Jón sö.ngur, þótti ekki hallast á um sönginn er þeir sungu
saman. Það sagði mér Kristín Jónsdóttii- í Melrakkanesi, að
þegar þau giftu sig Eyjólfur sonur Jóns og Sigurbjörg og
setzt var undir boirð, sn það hafði verið venja á þeim árum, að
syngja svokallaðan borðsálm, að aldrei hefði hún hlustað á
indælli söng en að hlusta þá á Jón gamta.
Það mun hafa verið vorið 1884 að Jón hætti búskap. Eyjólf-
ur sonur hans var oftast í vistum eftir að hann komst upp.
Jó.n íhélt samt búi sínu nokkuð í horfi að grip-atölu. En eftir
að Sigurður Ásmundsson flutti burtu varð nábúakritur meiri
en áður var og leiddist Jóni hann, hafði aldrei deilugjarn ver-
ið, en þeir sem á aðaljörðinni bjuggu vildu koma Jóni í burtu
og búa stórt, þótt útkoman yrði önnur og þess ekki kingt að
bíða. 1
Þegar Jón hætti búskap fór hann húsmaður að Melrakka-
nesi. Eyddust þá efni hans fljótt sem líklegt var, en þegar
Eyjólfur sonui’ hans fékk jarðnæði fluttist bann með bonum
að Kambshjáleigu í Hálsþinghá og síðar með honum að Borg-
argarði við Djúpavog og þar lézt hann 24. september 1895.
Þau Jón og Guðrún eignuðust tvö börn, Eyjólf sem bar nafn
fyrri manns hennar, fæddur 5. október 1860, og Sigríði síðar.
Hún lézt á níunda aldursári, mikið efnisbam og varð Jóni
mikið um missi hennar og sögðu sumir að hann hefði aldrei
orðið samur maður eftir að hann missti hana.
Lítið eitt frá Eyjólfi
Eins og áður er getið var Sigríður uppeldisdcttir Jóns uin
fermingu er Guðrún lézt. Var því að líkindum mörgu ábóta-
vant og þá sérstaklega í vinnubrögðum með tóvinnu að koma