Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 98
96
MÚLAÞING
á mannavegum þótt hún kæmi út í sveitina. Framan >af árum
áður en hún giftist var hún í vistum hér á bæjunum í sveit-
inni og þótti dugleg, þrifin og ihúsbóndaholl.
Helgi frá Melrakkanesi hefur skrifað um heimilið í Víðidal
í lesbók Tímans og er Ragnhildar þar einnig minnzt.
R-agnhildur giftist 23. september 1863 Sigfúsi Jónssyni frá
Hærukollsnesi hinum mesta ágætismanni. Hann var af góðum
ættum af Héraði, fæddur að Vaði í Skriðdal, en mun hafa alizt
upp að nokkru leyti að Gilsá í Breiðdal og þaðan kominn hér
suður í Álftafjörð er Guðný mcðir hans missti sinn seinni
mann Árna Sveinsson. Ég heyrði sagt að Sigfús og Ragnhild-
ur hafi verið búin að fá húsmennsku á Rannveigarstöðum
vorið 1863 hjá Haraldi Briem, en þá losnuðu Hvannavellir í
Múladal við andlát Árna Markússonar, og fékk þá Sigfús þar
ábúð. Er ekki ólíklegt að það hafi Ragnhildi fallið vel að fá
þetta afskekkta býli jafnsérlunduð og hún var sögð, en hvort
Sigfúsi hefur verið eins kært lífið inni á dalnum er ekki senni-
legt eftir því sem almennt var álitið því hann var maður fé-
lagfelyndur, enda hafði hann þótt fremur laus við heimilið á
meðan þau bjuggu á Hvannavöllum. Tók h>ann sér stundum
útreiðartúra út í sveitina og það jafnvel um hásláttinn, og
komið hafði það fyrir að túrar þessir tækju nokkra dag>a eða
allt að viku. Þá stundaði hún heimilið og sló ekki slöku við.
Ég ma.n að Sigfús sagði að eitt sinn hefði hann átt 12 hesta
lön sem Ragnhildur sín hefði heyjað og flutt með sér heim á
kvöldin og lanað því grasþurru. Jón sonur þeirra var þá að
vaxa upp og passaði kvíaærnar og hjálpaði til eftir getu. En
aldrei kvaðst Sigfús toafa átt þvílíkt ágætis hey. ,,En ég var
þá búinn að vera í nokkra daga“, bætti hann við.
Ég heyrði að hann hefði haft mikið dálæti á Ragnhildi og
allt sbm henni við kom var betra en >allt annað. Sigfús var
mikill sögumaður og þótti segja vel frá, en ýkjukenndar þóttu
sumar sögur hans. Ég mun ekki skrifa neitt af þeim hér, enda
fara þær nú yfirleitt að falla í gleymsku. En ég ætla að minn-
ast á eina kvöldstund sem ég man að Guðmundur Einarsson,