Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 99
MÚLAÞING
97
þá vinnumaður á Starmýri hjá Stefáni Guðmundssyni, sagði
að sér og fleirum hefði verið lengi minnisstæð.
Það var haustið 1883 líklega um vetur.næturnar í rökkur-
hyrjun að tvo góða gesti bar að garði á Starmýri til gisting-
ai'. Annar var Sigfús, líklega fyrsta haustið ;hans í Víðidal, en
hinn var Eymundur Jónsson bóndi í Dilksnesi í Nesjum, sem
var annálaður sögumaður.
Strax og þeir voru setztir inn hófu þeir að segja sögur og
sögðu til skiptis sí.r_-a söguna hvor. Heimamenn sátu þarna
hugfangnir og hlustuðu á. Þannig leið langt fram á kvöldið.
En þá fór að draga af Sigfúsi unz hann hætti með öllu, en
Eymundur hélt áfram og bætti nú við sig tíma Sigfúsar.
Hann sat nú Sigfús og hlustaði eins og við hin á Eymund,
h*ann var að sm'ákingsa kolli til okkar og segja:
„Ja, mikið andskoti lýgur maðurinn, mikið helvíti getur
maðurinn logið“. Það blöskraði honum alveg og hefur senni-
lega öfundað Eymund a;f lyginni.
Eftir að þau fluttu að Víðidal í Lóni fækkaði ferðum Sig-
fúsar, í það minnsta öllum skemmtiferðum.
Þau eignuðust þrjú börn, eitt á Nesi og tvö á Hvannavöll-
um, og að þeim heyrði ég sagt að Sigfús hefði sjálfur Iverið
Ijósan. Af þessum þremur börnum misstu þau tvö úr barna-
faraldri sem hér geisaði, en elzta barnið lifði *af veikina, Jón
sem lengi bjó á BragðavölUim í Hamarsdal, mikill ágætismað-
ur og fjölhæfur.
Frá Ragnhildi >eru engir niðjar utan sonarsonur, Sigfús á
Br*agðavöllum, nú 1969 hátt á áttræðisaldri.
(Þes-sar frásagnir um Jón og Ragnhildi eru að mestu eft-
ir þeim bræðrum Árna og Sigurði Antoníussonum, sem
voru þeim nákunnugir. — G. Ey.).