Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Side 101
múlaþing
99
hann vera þingeyskur. Hann bjó seinna úti í Hjaltastaðaþing-
há og mun hafa farið til Ameríku þaðan.
Hjáimar kom eitt sinn að Hallfreðarstöðum þegar Jósep
var þar. Lentu þeir í stælur harðar og höfðu síðast í heiting-
u.m að láta hendui- skipta og skera úr á milli sín. Þeir fóru
út og vestur fyrir bæ, og þar glímdu þeir eða flugust á. Hall-
dór Magnússon, sem lengi var hér í Fellum, var þá vinnu-
maður hjá Páli. Hann sagðist hafa komið heim frá göngulagi
og iséð Pál liggja uppi í húsasundi. Honum þótti þetta kyn-
legt og fór upp í sundið til hans. Páll er þá að horfa á viður-
eign þeirra Jóseps og Hjálmars og hafði gaman af, því að
hann var glímumaður góður á yngri árum. „Það er auðséð að
Jósep tapar þesisum lei'k“, hafði Páll sagt, „nú verst hann
aðeins og hopar, en sótti msð ákefð í fyrstu“. Þetta fcr líka
brátt, svo að Jósep féll, enda hafði Hjálmar verið vel að
rna.nni. j' í
Árið 1885 er Jósep talinn heimilismaður að Ási í Fellum og
hefur þá farið vinnumaður þangað um vorið, en ekki er mér
kunnugt um hvar hann var um veturinn. Jörgen Sigfússon
bjó á Ási. Hann var karlmenni að burðum og varð að neyta
þess til að halda Jósepi í stilli, og var hann þó maður mjög
gæflyndur. Jósep s'kyldi gæta sauða á beitarhúsum um vet-
urinn, en þótti latur að smala, og eitthvað fór geymslan í
ólestri hjá honum. Svo mikið er víst að hann fór frá Ási laust
eftir nýár og hélf þá til Seyðisfjarðar. Nú hafði hann í hyggju
að fara til Ameríku og vildi fá tilsögn í ensku og ef til vill
fleiru, svo að hann yrði betur útbúinn í því nýj*a landi. Hann
gat fengið tímakennslu hjá Jóni1), sem þá stundaði kennslu á
Seyðisfirði, en keypti sér fæði hjá öðrum manni. Hann fékk
frest. á greiðslu hjá báðum, þar til hann hefði komið kindum
sínum í peninga sem hann átti á Ási. Undir vorið fór hann
svo upp að Ási og seldi Jörgen kindurnar, en hann gaf hon-
um ávísun á 'kaupmann á Seyðisfirði, og fékk Jósep hana
gi'eidda. Stuttu síðar kom svo skip á Seyðisfjörð, sem tók
1) Föðurnafn vantar.