Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Síða 102
100
MÚLAÞING
vesturfara. íTósep ætlaði helzt að lauma.st með því svo *að
lítið bæri á, án þess að greiða kennara.num og gestgjafanum,
en þeir grunuðu hann um græsku og fóru um borð áður skipið
fór, fundu Jósep og kröfðu hann um greiðsluna. Hann kvaðst k
ekkert íætla með skipinu, enda gæti hann það e'kki, því að
Jörgen væri enn ekki búinn að borga sér kindurnar. Hinsveg-
ar væri nú rétt að hann sækti peningana til h*ans strax, svo
að þeir gætu fengið sitt. Hann lagði svo til Fjarðarheiðbr
samdægurs, en þegar yfir har.a kom sneri hann inn til Reyð-
arfjarðardala, tók Tungudal cg Eskifjarðarheiði og varð á
undan skipinu til Es'kifjarðar. Nú gat hann óhindraður farið
með því áleiðis til Ameríku').
Um veru Jóseps í Ameríku gengu miklar tröllasögur.
Ein var sú að :hann hefði átt að torjótast þar inn í banka og
ræna miklu af peningum, ýafnvel átt að drepa þar mann.
Myndavél hafði átt að vera þar sem tók my.nd af þeim sem
um gekk. Jósep vissi þetta og gekk öfugur svo að bakhlutinn ^
aðeins kom fr*am, á myndinni, cg varð maðurinn ek'ki þekktur.
Þetta eru Ejjálfsagt ýkjusögur einar. Sagt var líka að Jósep
hefði gengið í herforingjas'kcla og komizt býsna fljótt til all-
mikilla mannvirðinga í hernum. Um þetta vita menn allt
ógerla, því að öllum ber saman um það að Jósep, sem kallaði
sig Axfjörð þegar hann kom heim aftur, hafi aldrei viljað
segja nsitt i samhengi eða greinilega frá veru sinni vestra.
Víst er þó að hann stundaði eitthvað verzlun.
Sigfús Sigfússon sagnfræðingur kynntist Jósepi mikið eftir
að hann kom heim aftur. Bæði voru þeir samvistum á Ey-
vindará og tima úr vetri á Ketilsstöðum á Völlum hjá Sig-
urði Hallgrímssyni. Sigfús var þar að segja til bömum, en
Jósep vetrarmaður. Sigfús sagði mér að kvöld eitt hefðu þeir ,
verið í stælum sem oftar, Sigurður og Jósep. Jósep taldi sér
þá til gildis með öðru herforingjastöðu sína. Hann lét lika
skína í það að ha.nn ætti þó nokkuð af amerísku gulli í fórum
sínum. Sigurður kvað lítið að marka montið úr honum. Hann
1) Þetta er að mestu eftir sögn Runclfs á Hafrafelli.
J