Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 103
MÚLAÞING
101
lygi þessu víst öllu um foringjastöðuna, og hann ætti víst
eltfki bót fyrir rassinn á sér, því síður amerískt gull. Það væri
engu trúandi af þessum þvættingi hans.
Jósep harðnaði við þetta, og ságðist geta sýnt honum þetta
svart á. hvítu.
Hann fór þá fram á loft, þar sem dct hans var, og kom inn
eftir æði stund aftur í einkennisbúningi borðalögðum. Hann
fór ofan í rassvasann og kom með lúkufylli af gullpsningum
sem nema mundi að líkindum allt að þúsund krónum, hélt
Sigfús.
Eins og að líkum lætur rýndi Sigfús allmikið eftir iifnaði
Jóseps vestra. Hann kvaðst haf i talað við hann um banka-
ránið og reynt >að smátína saman eitt og annað úr veru hans
vestra. Jósep sagði að bankaránssagan væri tómur tilbúning-
ur, enda hefði sér verið það ómögulegt þótt hann hefði haft
löngun til. Sigfús sagðist líka halda að þetta væri skáldsaga.
Hinsvegar sagðist Sigfús hafa rekizt á það í fréttapistli ann-
ars hvors blaðsins vestra, að þess var getið að Jósep nokkur
Axfjörð hefði reynzt illa enskum reiðurum, en þvi ekkert iýst
nánar. Hann sagði fréttabréfið hafa verið frá einhverri ís-
lendingabyggð í Bandaríkjunum, en mundi ekki hvar hún var.
Hann komst að því að Jósep hafði verið einskonar farandsali;
hafði fengið smávöruslatta hjá heildsölurn lánaða til ákveðins
tíma. Þetia mundi hafa gengið vel um skeið, Jósep staðið vel
í s'kilum, traust hans aukizt og honum verið trúað fyrir meiru.
Svo mundi Jósep hafa gleymt að standa skil á síðasta slatt-
anum og laumazt yfir landamærin. Þetta hélt Sigfús að gæti
verið uppistaðan í bankaránssögunni.
Sigfús hélt líka að Jósep mundi hafa strokið úr hernum eða
eitthvað orðið endaslepp þjónusta hans þar. Er sennilegt að
Jósepi hafi leiðzt til lengdar að vera undir heraga og ófrjáls
ferða sinna og gerða.
Seinast var Jósep með smáverzlun í Winnepeg. Hann hafði
eitt og annað skran til sölu, en einkum var gert orð á ástar-
drykki og leiðbeiningar við að koma sér í mjúkinn hjá kven-
þjóðinni. Mér er sagt af greinagóðum manni úr Axarfirði, að