Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 105
MÚL AÞING
iö§
hafði líka hænt þá að sér og stundum gefið iþeim vín. Eitt
sinn voru staddir hjá honum þó nokkrir heldri manna synir
úr boriginni. Hann veitir þeim .nú óspart áfengi svo að þeir
gerast ölvaðir. Þá lætur hann .skina í það að þeir megi svo
sem hafa með sér úr búðinni það sem þeir helzt girnist, hann
muni ek!ki rekast í því. Þetta féll í góðan jarðveg hjá aurafá-
um untglingunum. Þeir gripu með séí það sem þeir helzt girnt-
uist, og mátti heita að lokum að farið væri það fébezta. Jósep
gat nú fengið vottorð kunnugra um það, að þarna hefði farið
fram gripdeild. Svo fór Jósep til aðstandenda drengjanna og
kvaðst mundu verða að kæra þé fyrir rán og gripdeildir.
Háttsettum oig mikilsmetnum bæjarbúum þótti þetta Ljóta
klandrið og kváðust heldur vilja borga honum eitthvað fyrir
ruslið en þetta væri gert að opinberu hneykslismáli. Tókust
nú samningar milli Jóseps og þeirra, og var álitið að Jósep
muindi hafa fengíð gott verð fyrir dótið sem var þó lítilsi
virði. A’ð þessu loknu fór Jósep heim til íslands.
----o-----
Jósep mun hafa 'komið hér upp til Austfjarða. Hann nefnd-
ist eitthvað annað fyrst að sögn Runólfs á Hafrafelli og virð-
ist þá hafa æt.lað sér að dyljast, en það tókst ekki lengi. Menn
þekktu hann brátt og minntu hann á sitt gamla nafn. Tók
hann brátt við því, en kallaði sig líka Axfjörð. Hér var hann
þó oftast kallaður Axfirðingur, en það féll honum illa.
Eg veit ekki fyrir víst, hvenær Jcsep hefir 'komið, en senni-
lega hefir það verið 1893 eða 94. Hann mun því nær strax
hafa komið hér upp á Hérað og hélt sig eitthvað fyrst á Völl-
um og jafnvel Skriðdal sem Jausamaður. Af honum fór þá
misjafnt orð fyrir rostaskap, og margir voru hræddir við
hann, einkum þegar vín var í honum. Þá hafði hann í hótun-
um pg var ekki árennilegur. Svo fylgdi honum líka slúður um
bankarán og manndráp frá Ameríku, og það bætti ekki um.
Pljótt fór Jósep að eignast kindur og hesta og kom brátt
út í Eiðaþinghá. Þar var hann húsmennskumaður. Hann var
eitthvað á Eyvindará hjá Einari Þórðarsyni. Svo var hann að
minnsta kosti eitt ár í Snjóholti og eitt eða tvö ár á Ásgeirs-