Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 106
104
MÚLAÞING
stöðum. Hann er talinn eiga heima í Snjóholti 1897 og á Ás-
geirsstöðum 1898, en hefir sennilega verið þar tvö ár. Hann
var með allmargt fé á þessum bæjum og hafði Kollstekkinn á
Ásgeirsstöðum, sem eru beitarhús, og er þar mjög snapaseigt.
Á þessum árum var kvenmaður oftast með Jósepi, sem Sig-
rlíður hét. Eigi veit eg um uppruna hennar eða hvers dóttir
hún var; hún var bara alitaf kölluð Jóseps-Sigga. Hún var
hjá honum í Snjóholti. Þau höfðu enga kú, svo að fæðið varð
e'kki notalegt. Á útmánuðum kom Jósep hér yfir um og bauð
foreldrum mínum Sigríði til tóskapar. Hann vissi að hér var
lítið lið á kvenhöndina, en börn mörg. Þessu v*ar vel tekið, og
von bráðar kom Jósep með Siggu sína. Brátt kom það í ljós
að Sigga var hálfmiður sín af lélegu fæði og efnaskorti, mun
hafa haft snert af skyrbjúg, svo að hún var lítt fær um vinnu
fyrstu vikuna. Hún hresstist iþó brátt og þótti sæmileg tó-
skaparkona.
Sumir segja að Sigríður þessi væri vinnukona á Ási þegar
Jósep var þar áður en h*ann fór vestur og hafi þá verið 'kær-
leikar með þeim. Þetta 'hafi þau svo rifjað upp þegar Jósep
kom úr utanförinni. Sögn er til um það að Jósep hafi numið
Sigríði burt úr eldhúsi í Yallanesi, þar sem hún var að sjóða
slátur síðla kvölds eftir að fólk var gengið til hvíldar, en ekki
veit eg um sannfræði þeirrar sögu.
Frá Ásgeirsstöðum í Eiðaþinghá flutti Jósep að Felli í
Vopnafirði. Metúsalem á Bustarfelli telur *að hann hafi keypt
Fell 1899 fyrir 800 krónur, en óvíst er að hann hafi fllutt
þangað jfyrr en ári seinna. Sauðfé sitt mun hann hafa selt
hér, en ekki rekið það norður. Svo mi'kið er víst að Runólfur
á H*afrafelli keypti af honum veturgamla féð.
Jósep gerðist brátt allmikill fjárbóndi á Felli, sem er fleyt-
ingsjörð mikil hvað útigang snertir. Hann fékk að byggja
beitarhús yzt í Hofslandi, sem er næsti bær. Þar hafði hann
upp u.ndir 100 sauði um tíma og gaf þeim aldrei meðan nokk-
ur snöp var. Um hundrað ær hafði hann heima og svo lömb.
Fyrstu árin var hann stundum einn, en hafði oft húsmennsku-
fólk og eitthvað af kaupafólki. Stefanía Jónasdóttir frá Hamri