Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 109
MÚLAÞING
10?
bónda þar fyrir allhátt verð, um 6000 krónur. Þarna er frékar
snjóþungt og að öllu leyti clíkt því sem var á Felli. Þótti
okkur sem þekktum Jósep, ólíklegt að hann skyldi ágirnast
þessa jörð, en þarna bjó hann til dauðadags 1946 ásamt SteÞ
ajníu, isem er nú í seinni 'tíð kölluð Ragnhildur. Þau höfðu
kaupamann eitthvað á sumrin, en Ragnhildur vann sleitulaust
fyrir búinu sumar og vetur. Sagt er að þau hefðu um 80 ær
framan af árum, eina kú og þrjá eða fjóra hesta, en síðast
voru ærnar komnar :niður í 40 eða þar um bil.
Misjafnlega mun Jósep hafa kynnt sig í Norðfirði eins og
fyrr, og mun lýsing sú sem áður var hér skráð eftir Metú-
salem á Bustarfelli eiga einnig við hér.
Eg kom í Norðfjörð rétt áður en Jósep dó. Þá sagði mér
kona ein að Jósep kæmi þar oft á haustin og spyrði sig hvort
hún héldi að til væri annað líf. Hann teldi það ekki til vera.
Hún sagðist vita að hann spyrði fleiri konur um þetta.
ÖUum kemur ffiman um það að Ragnhildur hafi unnið eins
og ambátt hjá Jósep ötl árin sem þau voru í Fannardal. Hún
varð að raka og þur-rka toeyið og hirða skepnurnar á vetrum.
Samt sem. aður er síður en svo að hún beri þungan hug ]til
Jóseps. Hún segir í bréfi til mín: ,,Eg kom til Jóseps 17 ára
og var með toonum í 40 ár — og mundi hafa verið önnur 40
ár, ef svo hefði mátt vera“.
Þetta sýnir að Jósep hefir átt til hlýju og góðvild, (þótt
mörgum hafi þótt meira bera á hrjúfa yfirborðinu.
Ragnhildur segir Jósep fæddan 20. febrúar 1862 á Leifsstöð-
um í Axarfirði, en toann lézt á Skorrastað hjá Bjarna Jóns-
syni og Kristjönu Magnúsdóttur 1946, var fluttur þangað er
hann var veikur orðinn.
Hann átti er hann dó Fannardal, og toafði byggt þar lítið
timburhús, 40 ær og um 1200 krónur í peningum.