Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Side 112
110
MÚLAÞING
í ofanritaðri skrá geta menn séð helztu tekjuliði, gjöld og
hreinar tekjur hvers brauðs og gert. eftir henni samanburð á
brauðum. Frekari sundurliðun hefði verið æskileg, en var
sleppt rúmsins vegna. Skal nú vikið nokkuð að einstökum
liðum.
I. Tekjur af prestssetrum, hjáleigum og öðrum kiirkjujörð-
um, er brauðinu fylgdu.
Þetta er víðast hvar hæsti tekjuliðurinn, því hærri sem þau
jarðarhundruð voru fleiri, er brauðinu fylgdu. Hæstur er
þessi liður hjá Heydalakirkju, 391 rd. 64 sk., en þar er talið
með afgjald af varpeyjum, 64 rd., þótt ekki séu þær metnar
til hundraða. Venjuleg leiga af jai'ðarhundraði var 10 álnir.
Algengast var að gjalda í eftirtöldum vörum (Hér er alls
staðar átt við leigu af hundraði, eða 10 álnir.): 1 sauður vet-
urgamall á 1 rd. 93 ;sk., 10 pd. smjörs á 1 rd. 93 sk., 10 pd.
tólg á 1 rd. 70 sk., 10 pd. hVít ull á 2 rd. 15 sk., \'2 vætt af
fiski á 1 rd. 9,5 sik. Stundum var borgað með teigsslætti á 2
rd., og stundum var borgað í peningum, 2 rd. af hundraði.
Mörgum jörðum fylgdu kúgildi, og var leiga af kúgildi oft-
nst 20 pd. smjörs, (16%% á móti 8%% af jarðarhundraði),
var leig-in cft greidd að einhverju leyti með teigsslætti eða
lambafcðrum. Var lambsfóðrið metið á 1 rd 4~/5 sk.
Eiðaprestakall átti enga prestssetursjörð. Það átti aðeins
eina jörð, Brimnes í Seyðisfirði. Afgjald af því var 27 rd. 92
sk. Á Eiðum var bændakirkja og prestar einatt á hrakhólum
utangarðs.
I Firði í Mjcafirði var einnig bændakirkja, og kjör og ókjör
svipuð og á Eiðum. En nú hafði það prestakall verið lagt
niður, og var sókninni þjónað af prestinum á Dvergaeteini.
Eins og áður segir voru landsskuldir og leigur stundum
goldnar að einhverju leyti með teigsslætti. Auk þess hvíldi
eins lil þriggja daga sláttarkvöð á fáeinum jörðum. Ekki
munu menn ávallt hafa farið fúsir frá slættinum heima til að
berja þúfumar prestsins. Var þess varla að vænta, þar sem
verkefni vom næg heima fyrir. Orðið dagssláttur bendir til