Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 114
112
MÚLAÞING
Sigurður Sigurðsson ættaður úr Hálsþinghá, að ég hygg,
■sló fceig í Stöð í Stöðvarfirði í tíð séra Vigfúsar Guttormsson-
ar. Hann kvað að loknum slætti:
,,Búinn er ég með begldum Ijá
að berja Stöðvarteigin.n.
Aldrei spretti á honum strá
aftur hérna megin“.
Prestur svaraði: ' '
„Þar á móti aðra ég á
óskina, að hinum megin
með bitlausum og begldum Ijá
þú berjir Stöðvarteiginn".
Þetta mun hafa verið gamanmál frá beggja hálfu.
II. tekjuliður:
„Tekjur af ískyldum, ítökum og hlunnindum, sem fylgja
prestakallinu eftir máldögum og öðrurn n-afngreindum skjölum“.
Nánar tiltekið er hér um að ræða: „fóður, slægjuítök, beitarí-
tök, seistöður, afréttir, skcga, skógarhögg, hrísrif, mótak, grasa-
tekju, sölvatekju, eggver, dúntekju, fj-aðratekju, fuglatekju,
laxveiði, silungsveiði, selveiði, hvalreka, trjáreka, vertoll, lóð-
argjöld, búðarstæði, offur“.
Að sjálfsögðu fylgdi ekki nema sumt af iþessu einu og sama
prestakalli og mjög misjafnleg-a mikið, en sumum ekkert.
Langmest ítök og hlunnindi fylgdu Hofskirkju í Vopna-
firði, enda var þar stærsta prestakallið í Múlaþingi og hafði
löngum verið tvö prestaköll. Síðasti presturinn, sem sat á
Refsstað, flosnaði upp sökum örbirgðar upp úr móðuharðind-
unum. Síðan þjónuðu Hofsprestar Refsstaðarprestakalli, þar
til það 1812 var l*agt undir Hofskiikju.
Freistandi var fyrir presta að gera fremur of lítið en of
mikið úr þessum tekjum. Mun og margt af því, sem taldð var
til hlunninda í gömlum skjölum, hafa verið orðið lítils eða
einskis virði. Annars er þessi hlunnindaskrá athyglisverð.