Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 115
MÚL AÞING
113
í’arna kemur fyrir fjöldi örnefna, og væri gaman að vita,
hvað *af þeim er enn við líði. Hér er þó ekki rúm til að taka
hana alla með. Sem sýnishorn skulu hér tilfærð ítök og hlunn-
indi Vallanesprestakalls:
a) Notuð af prestinum sjálfum :
1. Afrétt á Pagradal fyrir ofan Afréttará og undir Skaga-
fell, notuð fyrir geldfé prestsins, 3 rd.
2. Hálfur viðreki við Sleðbrjótsmenn 2 rd.
3. Hálfur viðreki við Sandbrekkumenn 3 rd.
4. Hálfir Ösrekar 3 rd.
5. Áttungur hvalreka í Ófærum, áttungur úr hval í Brúna-
vík og í Kjólsvík, og í hvalreka í Hvalvík, fjcrðungur i
Svínavík, hvar sem á l*and kemur; fjórðungur í hval-
reka í Gripdeild 3 rd.
6. Skógarteigur í Sandfelli hið næsta („þar er lítið skóg-
arkropp, og er umsamið við ábúanda, að prestur fái að
gjöra iil einn*ar tunnu á ári“.)
h) ÖðiTim leigð, engin.
c) Ónotuð:
Selför í Tunguseld í Eyvindarárdal (verður ekki notuð
vegna fjarlægðar).
Skógarteigur milli Þrælaár og Hólknár „veit enginn hvar
er“.
Skógarteigur milli Valagilsár og Hrútár. (Þar er skógur í
vexti og því ekki höggvinn að svo stöddu).
Skógarteigur í Ketilsstaðalandi; í Meðalneslandi; há.lfir
allir Ki-ossskógar; skógarteigur í Höfðamerki. Allir gjör-
samlega eyðilagðir.
Áttungur úr hvalreka í Kílmannateig. (Veit enginn hvar
er).
Pjórðungur úr hvalreka við Kirkjubæinga, tveir hlutir við-
reka í þrem hundruðum, og svo í hvalreka; þrjár vættir til
Vallaness á Eyjasandi. Um þessi þrjú ítök er mesta óvissa,
og eru þau því að líkindum töpuð.
Tólftungur hvalreko við Galtstæðinga; annar tólftungur
milli Teistavogs og Spakárdals; veit enginn hvar er. Fjórð-