Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Síða 117
múl aþing
115
*
IV. liður, tekjur af innstæðum í Jarðabókarsjóðnum eftir
tilgreindum skuldabréfum. Hér skyldi þess og getið, ef presta-
kallinu fylgdu peningar, eða geldfénaður eða aðrir munir, eða
ónotanleg ítök, sem kynni að mega selja og gera arðberandi.
Innstæður í jarðabókarsjóðnum voru víðast engar, og mjög
litlar þar sem einhverjar voru. Hins vegar fylgdu mörgum
prestssetrum nokkrar eignir í lifandi peningi og munum, en
hvergi er reiknuð leiga eftir það. Vissulega mundu kotbænd-
ur hafa orðið að gjalda lieigu eftir slíkt fé, ef fylgtt iheflði
ábýlisjörðum þeirra. Til dæmis má nef.na, að þess konar
e’gnir, sem fylgdu Vallanesi, voru metnar á 200 rd., en það
samsvarar nokkurn veginn 8 kýrverðum (leiga eftir kúgildi
var 3 rd. 93 sk. Meginhluti þessa var í lifandi, arðbærum pen-
ingi, en u. þ. b. (4 í innanstokksmunum.
----o-----
V. liður, tekjur af sóknum: a. fasteignatíund, b. lausafjár-
tíund, c. dagsverk, d. lambafóður, e. offur, f. borgun fyrir
aukaverk.
Ríkustu og fjölmennustu prestaköllin gáfu að sjálfsögðu
mestar tekjur undir þessum lið. Langhæst var Hofsprestakall
í Vopnafirði með 353 rd. 13 sk., en lægst var Hallormsstaða-
prestakall með 38 rd. 22 sk. (Sjá meðfylgjandi skrá).
Af einstökum þáttum, sem heyra undir þennan lið, skal hér
fyrst minnzt á dagsverkin. Þau voru fæst 2 (í Stöð), en flest
22 (á Skorrastað). Dagsverkið var metið á 94Vj sk. Trúlegn
hefir kvöðin um dagsvei k aðatlega hvílt á fátækum bændurn,
er ekki guldu tiund, og hefir sennilega oftast verið innt af
höndum í vor- og haustönnum. Þetta eru þó aðeins tilgátur
mínar.
Miklu þyngri kvöð voru lambafóðrin og drýgri tekjulind
fy'rir prestinn. Flest voru þau 97, (í Hofss. í Vopnaf.), en
fæst 12, (á Hallormsst.). Fór lambafjöldinn víst mest eftir
býlafjölda í prestaköllunum. Lambsfóðrið var metið á 1 rd.
4"/s sk.
Varla hafa prestslömbin alltaf verið aufúsugestir hjá bænd-
um, sem ei.natt höfðu of lítinn heyforða og urðu að treysla
L