Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 118
116
MÚLAÞING
á brigðu'a fceit. Skilin á gemlingunum urðu því /ekki aliltaf
góð sem ivið var að búast, þar sem bændur horfelldu tíðum
sitt eigið fé í erfiðum árum. Var iþað að sjálfsögðu bæði skaði
og skapraun fyrir prestinn, er mikill misbrestur varð á fóðr-
um lambanna. Er viðhorfi prestsins vel lýst í eftirfarandi
vísu eftir séra Stefán Ólafsson í Vallanesi:
..Ásmundur á Strö-nd
út hingað gemling
hrekja náði horsjúkan.
Hvaða fóður var það ?
Dó hann eftir daga þrjá
í dúsin.ni við lambhús,
láta vill bó ei úti
annan gemling fyrir þann“.
Svona leit málið út frá sjónarhóli prestsins, en hvernig
horfði það við frá bæjardyrum bóndans á Strönd? Og hvernig
reiddi þeim af gemlingunum hans? Um það fáum við ekkert
að vita, því að Ásmundur átti ekki tungutak prestsins og hefir
trúlega ekki haft ástæður til að hafa þetta að gamanmálum.
Offur átti að greiða á jólum, páskum og hvítasunnu. Voru
þau frá 1 og upp í 4 mörk (eitt mark var 16 skildingar). Fá-
tæklingar greiddu e.kki offur. Var þarna hvergi um háa upp-
hæð *að ræða.
Borgun fyrir skírn, fermingu, hjónavígslu, líksöng O'. fl.
áttiu hlutaðeigendur að greiða presti þá eins og nú, og gáfu
fjölmennustu prestaköllin að sjálfsögðu mestar tekjur að
þessu leyti. Hæst var það 120 rd. (Hof í Vopnafirði), en lægst
6 rd. (Hallormsst.).
----o----
Nú hefir verið drepið á he’ztu tekjuliði, er til greina komu
við ibrauðam*atið. Þá er komið að gjöldunum, og fer heldur
lítið fyrir þeim. Er þar varla um annað að ræða en tillag til
uppgjafapresta og prestsekkna, mjög smáar upphæðir og sums
staðar engar. Þegar gjöldin hafa verið dregin frá heildartekj-
unum, koma fram hreinar tekjur brauðanna, og standa þær i
aftasta dálki í meðfylgjandi skrá um brauðamatið.