Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Síða 119
MÚLAÞING
117
Þegar þessar tölur eru athugaðar, vekur fyrst athygli, hvað
þær eru misjafnar, og þá um leið tekjur preslanna. Þó verður
ekki af þeim einum dregin ályktun um aíkomu prestanna.
Miklu máli skipti, að prestssetrin væru góðar bújarðir, enda
víðast hvar valin einhver bezt-a jörðin í prestákalli hverju til
prestsseturs. Á það vafalaust rót að rekja til þess, að í önd-
verðu reistu höfðingjar kirkjur á jörðum sínum og gáfu þá
oftast kirkjunni hálft heimaland. En siðar eignaðist kirkjan
oftast alla jörðina með einhverju móti, svo sem alkunnugt er.
Þá skipti einnig miklu máli, að prestar væru búmenn góðir og
fjáraflamenn. Má nefna sem dæmi, að Kolfreyjustaðarpresta-
kall var aðeins vel í meðallagi að dýrleika, þó auðgaðist séra
Guðmundur Pálsson (1709—1747) þar svo vsl, *að hann var
talinn auðugasti prestur landsins á sinni tíð. Munu og flestir
eð*a allir Kolfreyjustaðarprestar hafa komizt vel af, enda jörð-
in góð bújörð miðað við fyrri tíma búnaðarhætti og lá vel við
útíræci. Þó var það nú svo, að yfirleitt sóttust prestar teftir
feitustu brauðunum og slepptu þeim ógjarna.
Þegar frá eru teknir aðstoðarprestar, hefir aðeins einn
prestur flutzt frá Hofi í Vopnafirði í annað prestakall, séra
Arni Þorsteinsson, er fluttist að Kirkjubæ í Hróarstungu 1791.
Reyndar sagði séra Guðmundur Eiríksso.n af sér prestsskap &
Hofi 1757, en með því skilyrði, að tengdasonur hans fengi
brauðið. I þessu efni hafa þó Heydalir vinninginn, því þaðan
hefir enginn prestur með veitingu fyrir staðnum sótt um ann-
að brauð. (Sjá Sveinn Níelsson: Prestat. og próf.).
Langdýrasta brauðið í Múlaþingi var Hof í Vopnafirði. Að-
eins eitt br*auð á landinu var þá hæ.rra metið, þegar miöað er
við hreinar tekjur. Var það Reykjavík með 1014 rd. 22 sik.
tekjur.
Hvernig voru þá launakjör prestanna samkvæmt þessu
brauðamati miðað við það sem nú er? Ekki treysti ég mér
til að gef*a viðhlítandi svar við þeirri spurningu. Nokkra við-
niiðun mætti ef til vill fá með því að breyta tekjum einhvei-s
biauðs í kýrverð. Meðalkýrverð á þessu svæði og á þeim
fima, sem hér um ræðir, var sem næst 25 rd. Sé nú deilt með