Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 120
118
MÚLAÞING
þeirri tölu í árstekjur Hofsprestakalls í Vopnafirði, reynast
þær vera 34 kýrverð. Með nútíma verðlagi, 8—9 þúsund krón-
ur kýrin, yrðu árstekjurnar um 272000—306000 krónur. Með
s*ama reikningi mundi Kolfreyjustaðarprestur fá 91500—■
103000 kr. en Stöðvarprestur fengi aðeins 40000—54000 kr.
Hofsprestar hafa því haft nálega þrefaldar embættistekjur á
við Kolfreyjustaðarpresta, en sjöfaldar á við Stöðvarpresta.
Þes® ber þá að minnast um leið, að Hofsprestar höfðu miklu
stærra og umsvifameira starfssvið.
Við embættistekjur prestanna bættist svo arðurinn af búi
þeirra. Án hans hefðu prestar í hinum smærri brauðum ekki
getað dregið fram lífið. Það ber þó að hafa í huga, að eyðsla
mun haf*a verið hlutiallslega stórum minni þá en nú. Kjara-
markið var ekki sett eins hátt. Ætla má að opinber gjöld hafi
verið léttbær, ef nokkur hafa verið.
Að öllu athuguðu hygg ég, að prestar í góðum brauðum
h*afi haft góð skilyrði til að efnast vel, þegar árferði var
sæmilegt cða gott, en þeir áttu eins og bóndinn allt sitt undir
sól og regni. Þegar verulega harðnaði á dainum, þá rýmaði
eða brást að meira eða minna ieyti arðurinn af búi presta-
ins og tekjur af jörðum og sóknum einnig, líklega oft í enn
ríkara mæli. Bóndi, sem felldi fénað sinn og var bjargarvana
fyrir sig og sína, jafnvel svo *að fleiri eða færri féllu úr hor,
hafði ekki mikið til að miðla presti sínum, þótt hann væri
allui' iaf vilja gerður. Þá urðu prestslömbin rýr eða ,,dóu í
dúsinni við lambhús", og annað fór eftir því. Þannig árferði
var alltítt á dimmustu öldum okkar sögu, 17. og 18. öld. Þá
kom það jafnvel fyrir, að prestur einn flosnaði upp og mest-
allur söfnuðurinn fór á verðgang. Vorið 1675 dóu 230 manns
úr „fátækt og hungri“ í Vopnafirði, en 14 bæir fóru í eyði. 1
öllu Múlaþingi er talið að látizt hafi 1400 rnanns af vesöld.
(Fitja-annáll).
En þegar að þrengdi, kom bezt í ljós, hvern mann prestur-
li.nn hafði að geyma, hvort hann var fórnfús mannvinur iog
drengskaparmaður, sem miðlaði hjálp og huggun meðan mátti,