Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 129
múlaþing
127
Um aldamótin kvæntist hann Þórunni Erasmusdóttur og var
hún ættuð úr Meðallandi. Um það leyti voru þau bæði í vinnu-
aiennsku í Breiðdal. Skcmmu síðar fæddist Ragna dóttir þeirra,
&n hún er fædd árið 1901. Nokkru síða.r fluttust þau til
Djúpavogs og höfðu byggt sér lítið, snoturt hús neðan við
Boi gargarðsklifið 1906, og nefndu það Vegamót. Þar v*ar
heimili 'þeirra upp frá því.
Ég man vel eftir Antoníusi, þegar ég var barn að aldri á
Djúpavogi. Sá ég hann oft, er hann var á ferð að eða frá
heimili sínu, þá man ég einnig eftir honum við sláturstörf á
haustin. Aldrei man ég til þess, að hann stundaði sjó. En á
sumrin var hann ofl í kaupavinnu í sveitum. Þar á meðal
möi-g ár í Löndum í Stöðvarfirði og Berunesi á Berufjarðar-
strönd. Var hann fremur fátækur alla ævi. Hugur hans hneigð-
ist meira að bókum og skáldskap en fjáröflun.
Antoníus vai' einlægur trúmaður eins og fram 'kemur í erfi-
Ijcðum hans. Hann var lengi meðhjálpari í Djúpavogskirkju,
enda nábúi prestsins, séra Jóns Finnssonar í Hrauni, og munu
Þeir hafa verið vinir. Eitthvað mun hann hafa fengizt við
barmkennslu í heimahúsum, en ekki var hann kennari við
barnaskólann á Djúpavogi, svo að ég viti. Enda hafði hann
víst engrar skólagöngu notið, en var algjörlega sjálfmennt-
aðui'.
Antoníus orti mikið af erfiljóðum, ei.nnig ljóðabréf og nátt-
úrulýsingar. Þá er 1il eftir hann mikið af lausavísum, en hann
unni íslenzku ferskeytlunni. Má á þeim sjá, að Antoníus var
lipurt skáld, þó að eigi legði hann fyrir sig að yrkja um þyngri
viðfo.ngsefni mannlegs lífs. Hann var ekki ádeiluskáld, þó að
stundum yrði hann að svara kesknisvísum. Nokkiar góðlát-
legrar glettni gætir þó í sumum kvæðum hans. Má þar fyrst
nefna „Hugleiðing um lesturinn“, en það er birt í bókinni
„Austfirzk skáld og rithöfundar".
Antoníus Sigurðsson andaðist á heimili Rögnu dóttur sinn-
ar á Djúpavogi árið 1941.
Héi' eru nokkur sýnishorn af lausavísum Antoníusar.