Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Síða 137
MÚL AÞING
135
verið full iþingmannaleið á breidd frá Felli vestast í Suður-
sveit að fjöllunum sem ganga fram vestan við Tvisker", það
er bær vestarlega á sandinum. Breiðamörkin var sveit með
17 bæjum undir vesturfjöllunum og mun það hafa verið síð-
asta byggoin er jökullinn lagði í auðn í liéraðinu. Að Hnappa-
völlum um kveldið, austasta bæ í Öræfum. Þar uppaf er
Miappurinn á Vatnajökli, sein er hæstur tindur á íslandi 6244
f. hár. Þann 12. eftir Öræfasveitinni að Svínafelli, liggur sveit-
in strandlengis undir fjöllunum og liggur jökull niður hvurt
dalverpi cg' gil ofan hjá bæjum en svarlir hamrar og fell á
milli, en á bakvið og yfir gnæfir Vatnajökull14 himinhár. Fram
við haf undan miðri sveitinni er Ingólfshöfði 260 fóta hár,
eru sandar og lón að honum landmegin, sjór að sunnan. Svína-
fsll er vestasti bær í sveitinni (því mig minnir að Skaftafell
sem þar er fyrir vestan og umkringt af jökli sé ’agt í auðn1").
Þar bjó Flosi, þar hefur verið afbragðsfallegt áður Skeiðará
la,gði í auðn sléttlendið þar framaf, á bakvið bæinn er grösug
og víði vaxin hlíð mjög lík hálsinum hérna"!. Þar sér þá einu
skógarhríslu á öllu Suðurlandi, hún er 10 álna há og stendur
í lækjargili á bakvið bæinn, hún er efalaust frá Flosa tíð.
Þann 13. júní lögðum við á hinn alræmda Sksiðarársand, og
til fylgdar Sigurður bóndi á Svínafelli11. Skeiðarársandur er
hér um bil þingmannaleið í ferhyrning og ófærur á allar hlið-
ar: Skeiðará að austan, Núpsvötn að vestan, Skeiðarárjökull
að norðan, Atlantshaf að sunnan. Þegar Skeiðará og Núps-
vötnin hlaupa fara þau yifir allan þennan sand, þar að auki
hálfa þingmannaleið austur að Ingólfshöfða, og jafn langt
vestur á bóginn fyrir Fljótshverfið að Maríubakka. Eftir
hjaupin er sandurinn ófær, og líttfær lengi á eftir, því þhr
sem jökuljakarnir bráðna ofan í hann verða gígar ófærir
hvurri skepnu sem í þá lendir. Vötnin hlupu í vetri var, var
því sandurinn mjög varasamur. Skeiðará og Núpsvötnunum
er réttast lýst með því, að segja þau ávallt ófær þó yfir þau
sé farið. Þegar kemur yfir Núpsvötnin ríður maður fyrir
Lómagnúpinn sem er standbsrg 2455 fóta hátt og efalaust það
hæsta standberg á landi hér. Vestan undir núpnum er Núps-