Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 140
138
MÚLAÞING
sá ég slkála Gunnars né heyrði til aigairsins, síðan út Fljóts-
hlíð að Breiðabólstað og gistum að séia Skúla”. Fljótshlíð er
iág en undur svipfrið hefur þó verið fagrari fyrr, meðan skóg-
urinn var, og ekki lái ég Gunnari þó hann sneri aftur þegar
hann sá til baka heim til sín. Vestur og upp af Hlíðinni let'
Þríhymingur og Þríhyr.ningshálsar. Þann 20. ofan fyrir end-
ann á Fljótshlíð, þar er Stórólfshvoll og sá ég slægjur Orms".
Þar skammt frá er Dufþaksholt, sá ég að Ormur hefur ekki
þurft langt að bera heykleggjana. Svo héldum við í Móeiðar-
hvol þar sem Skúli33 læknir bjó. Mér þókti verra að geta ekki
farið hina efrileiðina vestur yfir Rangá hvar Gunnar barðist
við þá Otkel. 1 Móeiðarhvolnum sem er ávaiur töðuhóll eru 2
helar, iliggja dyr eins og fjárhúsdyr vestaní hólinn, gengur
maður þar inn og niður í geysimikinn helli sem brúkaður er
fyrir lambhús, aðrar dyr liggja sunnaní hólinn þar er töðu-
hlaðan, en gat er brotið gegnum miðjan hólinn ofaní hann til
að steypa ofan töðunni. Um kveldið há'dum við ao Odda til
séra Ásmundar prófasts'3, og það veit ég fyrir víst, þó Sæ-
mundur prestur14 hafi verið göldróttari en hálfnafni hans þá
hefur hann ekki verið gestrisnari, margan hitti ég híbýlaprúð-
an á leiðinni en engan eins. 21. vestur að Þjórsá og yfir hana
á ferju hjá Egilsstöðum, hana hygg ég stærsta á á landi hér
að jafnaði. Nú er komið í Árnessýslu og um leið í bölvaðan
Flóann, þegar ég reið Vælugerðisblá, sem ætlaði að gleypa
okkur og hestana kvika, datt mér í hug það sem séra Gísli í
Felli kvað, þegar hann átti að fara að sætta séra Stefán bróð-
ur sinn33 við fc-ður hans og stjúpu: „Heldur vil ég á hland-
kopp róa en halda niður í Flóa“ o. s. frv. Samt komumst við
að Hraungerði til séra Sæmundar"' slysalaust um kveldið; þar
um kjurt á sunnudaginn 22. Þann 23. upp yfir Hvítá að Kiða-
bergi til gamla Þorsteins okkar kansellíráðs;,:, sízt var hann
þá í bindindi karlinn né bað okkur að vera það. Þann 24. að
Búrfelli í Grímsnesi, gistum þar hjá stórríkum og vænum
bónda sem ég ávallt síðan kalla Bárð, en hann heitir Magnús3*.
25. vafstur að Soginu — það er mikið vatnsfall og fellur úr
Þingvallavatni í Hvítá, og eftir að vötnin koma saman heitir