Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 141
MÚLAÞING
139
Ölvusá. Magnús bóndi reið með og sýndi mér Kislufoss:;” og
Fiugnaker í Soginu er hvurtveggja merkilegt. og á sér sögu.
I Kerinu — sem er umgirt klettum nema þar sem vatnið fell-
ur úr því og í það með fossanda — er svo mikill silungur að
undrum gegnir, hann er sem krap ætíð í uppivöðu, hvað þá í
dýpinu. Fyrir nokkru keyptu Englendingar þar veiðirétt en
hafa víst ekki náð þar einni bröndu enn. Um kvöldið í Skóg-
arkot við Þingvallavatn. Þann 26. kl. 9 f. m. á Þingvöll.
.JVIjög þarf nú að mörgu hyggja / mikið er um dýrðir hér“.
Nýtt tjald er reist á bakkanum við Öxará þar allnærri er
hún beijar niður úr Almannagjá, hér lítur ekki annað en
merkar og helgar sögustöðvar: Þingvallavatn og Öxará að
sunnan, Almannagjá að vestan, Skjaldbreiður og Áimannsfell
að norðan, Hrafnagjá og hið helga Lögberg að austan. Tjald-
ið er mikið og tig.narlegt, uppúr því er há stöng og á henni
blaktir hinn nýi fáni Islands í fyrsta sinn reistu r á þessum
þjcðfundi. Það er grár fálki'" til hálfs uppfloginn í heiðbláum
feldi. Fjöldi fólks var saman kominn á Þingvöll, varð mörg-
um fyrst einkurn starsýnt með undrun og lotningu á hið nýja
flagg. Að stundu liðinni boðaði Halldór Friðriksson þjóðfull-
trúana og alþingismenn inn í tjaldið — sem allt var sett í
kring með setum og borðum fyrir framan — og bað menn
tiaka sæti. Setti hann síðan fundinn með langri og snjallri
ræðu. (Hann hafði boðað til fundar í vetur, en var ekki þjóð-
fulltrúi því enginn alþingismaður var kosinn á fundinn). Var
því síðan hreyft að hve miklu leyti aðrir en réttkjörnir þjóð-
fulltrúar skyldu taka þátt í fundarstörfum. Féllu sv*o atkvæði
að þeir einir skyldu hafa sæti og atkvæði á fundinum, þó
máttu þingmenn halda þar ræður, ef þeir óskuðu þess. Þókti
sumum þingmönnum sér gjörður óréttur og óvirðing með
þessu. Þeir gáðu þess ekki að um leið og þeir höfðu atkvæði
á fundinum, voru þeir atkvæðalausir í sömu málum á þingi.
Að því loknu kusum við nærfellt í einu hljóði Jón Guðmunds-
son fyrir forseta, og tókum okkur sæti. Var þá strax tekið til
umræðu stjórnarskipunarmálið og kusum 9 manna nefnd í
það. En þar ég hefi nú ekki tíma til að skýra þér frá fundar-