Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Side 145
múlaþing
143
morguninn eftir þann 6. að Stóradal í Svínadal í Húnavatns-
sýslu eftir 24 tíma reið með litlum hvíldum. Hér hvíldum við
um daginn og nóttina eftir hjá Jóni bcnda Pálmasyni“ kunn-
ingja mínum frá Þingval'.afundi, hann var þar fulltrúi sýslu
ninnar. Jón er mesti rausnarmaður og með ríkustu bændum,
Þar og hjá Bárði — nei Magnúsi á Búrfelli sá ég mestar hey-
fyrningar hérumbil þúsund hesta hjá hvurjum. Frá Stóradal
héldum við þann 7. eftir gcða hvíld og hressingu yfir í
Blöndudalinn, svo í Svartárdalinn yfir Vatnsskarð að Víði-
icnýri í Skagafirði, hvíldum þar um stund, svo yfir Héraðs-
vötni.n á ferju og framað Silfrastöðum, tókum þar gistingu.
Skagafjörður mikið og frítt hérað og mjög einkennilegur vegna
Drangeyjar sem er eins og hlaðinn sé turn uppúr miðjum
firðinum. Á Silfrastöðum sá ég steininn er Grímur batt Skelj-
ung við er Lágólfur fótbraut er hann kom frá glímu.nni á Hof-
mannaflöt (sjá ísl. ævintýri01). Það er heljarbjarg og 2 göt á
því eins og boruð með gildum nafri. Þann 8. frá Silfrastöðum
yfir Yxnadalsheiði og hjá Lurkasteini02 er stendur niður undir
innsta bæ í Yxnadal, svo út. dalinn sem er bæði leiður og lang-
ur og hvíldum á Steinsstöðum og hresstum okkur vel hjá konu
Stefáns alþm. en systur Jónasar sál. skálds”3, svo þaðan, en í
næsta bæ sigaði bcndinn öllum bæjarhundunum á mig og lausu
hestana ’— ég rak á undan og þókti honum ekki veli þrædd
gatan. Að Eyrarlandi (sem er á brekkunni fyrir ofan Akur-
eyri) um kvöldið til mömmu". Þar dvaldist ég 5 daga hjá
mömmu og systkinum og svo til að hvíla hestana sem að lík-
indum voru orðnir mjög þreyttir. Á Akureyri er mjög ólíkur
bæjarbragur eða í Reykjavík. Þar er nógur gikkskapur og
di-amb í búðarslápum, slark, drykkjuskapur og áflog á götum
og yfirhöfuð flest óregla, enda er bæjarstjórnin — réttara sagt
lögreglustjórnin þar bæði ill og ónýt. Þann 14. frá Eyrarlandi
yfir Vaðlaheiði, Fnjóskadal, Ljósavatnsskarð, Skjálfandafljót,
Fljótsheiði, að Helgastöðum í Reykjadal. 15. uppað Mývatni.
16. yfir Mývatnsöræfi, Jckulsá að Víðidal. Gekk þá í snjókaf-
aldshn'ð og komumst aðeins þann 17. að Möðrudal, varð þá að
gefa linná á,m og kúm sem um hávetur, þar tepptir þann 18.