Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Side 151
MÚLAÞING
149
44) Glasgow, eitt elzla og mesla stórhýsi Reykjavíkur.
Brann 1903.
45) Það væri gama.n að sjá hveis vegna Björn verður einn
fyrir þessu boði. Fundargerð þjóðfundarins hefi eg ekki séð.
Ef til vill ihefir hann með einhverjum hætti vakið athygli og
unnið til þessa boðs, tekið til máls eða haft sig eitthvað í
frammi á fundinum, og bendir orðalag í bréfinu raunar sums
sta&ir til þass, 't. d. þetta: „1. daginn héldum við fund í
Gl-asgovshúsunum og sömdum þar ávarp til þingsins", „við
rauðu piltarnir". Það kennir sjálftrausts og örlar jafnvel á
drýgindum í orðalaginu hér og víðar; „þeir (:iþm.) hafa ekki
þorað annað en að segja já og amen til aðgjörða fundarins í
stjórnarmálinu“.
Þó taá vera að með orðinu ,,framandi“ eigi hann við að-
komumenn í bænum, og er þá á það að líta að meðal stúdenta
sem útskrifast þella vor er Páll Vigfússon fra Ási í Fellum,
sícar á Hallormsstrað. Milli þeirra var að vissu leyti sam-
band, Einar Ásmundsson var kennari Björns í æs'ku, heimil-
isfastur um skeið á TJlfsstöðum, tryggðavinur fjölskyldunnar,
einkum Hildar, og jafnvel taiinn faðir Þorbjargar systur
Björns, en á hinn bóginn v,ar Einar kvæntur Margréti Gutt-
ormsdóttur pr. Pálssonar föðursystur Pá's Vigfússonar. Björn
gat því setið gildið sem gestur Páls.
46) Þórarinn prófastur Böðvarsson pr. í Görðum á Álfta-
nesi 1868 til æviloka. (Æviskrár). Hann var alþm. Kjala.ness-
þings um þefta leyti. Ræðutexti hans við þetta tækifæri var
úr Jóh. guðsp. 8. kap. 31.—36. vers. (Þjóðólfur).
47) Svarta flaggið. Fyrsta apríl 1873 var .stofnað lands-
höfðingjaembættið og Hilmar Finsen stiftamtmaður skipaður
í það. Þá um morguninn var upp komin svört du’.a á flagg-
stöng í garði landshöfðingja og letrað á hana: ,,Niður með
landshöfðingjann”, og stóðu stafirnir á höfði. Frá óspektum
og mótmælum við þetta tækifæri er víða sagt, m. a. í Öldinni
sem leið og Sögu Islendinga IX. b. bls. 27 og áfram, svo og
Bkrifum Jóns Ólafssonar, málaferlunum gegn honum o. fl. í
þessu sambandi. Þá er og mjög skilmerkilegur kafli um þjóð-
fundinn í Einars sögu Ásmundssonar eftir Arnór Sigurjónsso.n.
48) I bréfinu má greina vantrú Björns á skeleggri forystu
Á-lþingis í „stjórnarmáiinu11 og jafnvel kulda í garð alþingis-
nianna almennt. Sennilega hefir þess gætt mjög á þjóðfund-
inum; ,,sá fundur þótti ærið öfgafullur og ofsalegur”, segir
Magnús Jónsson í Sögu íslendinga. En hvað sem því líður