Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Síða 156
154
MÚLAÞING
fá líka vitnisburði, Hildur alla ágæta, „siðferðisgóð, gáfuð og
greind“ o. s. frv., jafnan valin lýsingarorð, en vitnisburðir
Halldórs bónda eru misjafnir og forvitnilegir: „Hegðun í með-
allagi. Þykist vita mikið“, „drykkfelldui’“, „veit nokkuð í and-
legu;“, og eitt árið er það um hann sagt að hegðun íhans sé
„kostuleg“ og um kunnáttu „þykist vita meira en veit“. Hall-
dór var þó stúdent, lærði utanskóla hjá Geir Víd-alín, var því
sannarlega ekki furða þótt hann þættist vita eitthvað.
Árið 1850 kemur í ljós hvað valdið hefur slæmum hegðun-
arvitnisburði Bjöms árið áður þegar hann var 18 ára. Á theim-
ilinu var vinnukona, Kristín Einarsdóttir að nafni, tvítug að
aldri. Hún eignaðist bam, og var Björn faðirinn. Prestur hef-
ur fylgzt vel með framferði þeirra, það er líka stutt á milli
bæjanna. Annaðhvort hefur Bjöm aldrei ætlað sér nema
stundargaman eitt við stúlkuna eða látið sér umtölur að
kenningu verða, árið eftir er hegðun ihans batnandi, barnsmóð-
ir hans er þó áfram á bænum með son sinn er skírður var
Björn, ef til vill í höfuðið á Birni á Ketilsstöðum. Næstu árin
er barnið talið „sonur hennar“, og blæja fyrirgefningarinnar
breiðist yfir br-eizkleika Björns og Kristínar. 1854 gefur hann
Klyppsstaðakirkju sálmatöflu, ágætan grip svartan með gotn-
eskum stöfum, hefur sennilega ekki viljað láta upp á sig
standa í samskiptum. Taflan hangir enn í kirkjunni, lúrir á
minningum í auðu húsi í nær auðri sveit og bíður eftir nýjum
söng.
Árið 1855 kemur ný vinnukona í Úlfsstaði, a. m. k. hálf-
systir Kristínar, Hólmfríður skráð Einarsdóttir, en gefið er í
skyn í Ættum Austfirðinga að hún hafi verið skakkt feðruð.
Með þeim fyrirvara voru þær systur skyldar Birni að öðrum
og þriðja; Einar faðir þeirra og Þorbjörg á Ketilsstöðum voru
hálfsystkin.
Með þeim Birni og Hólmfríði komst á varanlegra samband
en með honum og Kristínu, hjónaband. Hólmfríður var ári
yngri en Bjöm, fædd 22. febrúar 1832.
Árið 1856 gerist það helzt á Úlfsstöðum — að Halldór bóndi
deyr — Hólmfríður og Björn giftast — og Kristín eignast