Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 158
156
MÚLAÞING
Fimm börn Björns og Ilólmfríðar: Guðrún, Margrét, Ólöf,
Halldór og Björn.
,,B. m.“ sem þýðir Björn minn. Löngu síðar þegar Sigmundur
var í vanda staddur og raunum þurfti hann að koma barni
í fóstur og kom því til Björns og Hólmfríðar.
Enn líða árin við búsýslu og barneignir allt þangað til þjóð-
fundarárið 1873 rennur upp og ber í skauti sér Bimi til handa
þann mesta frama sem honum hlotnaðist. Hann var kosinn
fuiltrúi sýslu sinnar á fundinn, maður á bezta aldri, 42 ára,
fullur þjóðmálaáhuga, reyndur hreppstjóri og ,,mesti mynd-
arbóndi“ stendur í Ættum Austfirðinga. Það eru 16 manns í
heimili á Úlfsstöðum þetta sumar, auk hjónanna þrjú börn
þeirra, Ólöf gamla Jónsdóltir (eða Pétursdóttir, sbr. nr. 5982
í Ættunum) móðir húsfreyju, þrír vinnumenn og tvær vinnu-
konur, léttadrengur og 12 ára niðurseta.
Björn skipar sér í sveil hinna röskustu í þjóðmálabarátt-
uhrii, ,,rauðu piltanna“ eins og hann kallar þá; það minnir á
ráuða lilinn í franska fánanum, lit þriðju stéttar, og orðið
rauður í merkingunni róttækur er svo fáheyrt á þessum tíma