Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Side 159
MÚL AÞING
157
að það gegnir furðu er það skýtur upp kollinum i bréfi hins
loðmfirzka bónda. Ef til vill hefur hann lært það í ferðinni.
Hann nýtur bersýnilega ferðarinnar og vsx af henni bæði í
eigin augum og annaira, er svo hugfanginn að taka við áhrif-
um í áður ókunnum héruðum, að hann minnist varla á sam-
ferðamennina. Hann vegur — að vísu stundum á harla óná-
kvæma vog — og metur það sem hann sér og heyrir, fullyrð-
ir c'g dæmir hiklaust og ákveðið, er ótrúlega víða á slóðum
fornsagna sem hann þekkir og kann og setur sögurnar á svið
landsins sjálfs, tvinnar lýsingar lands við sögur. Það verður
nátSúrlega að hafa i huga við lestur þessa bréfs að því var
aldrei ætlað að koma á prent, var aðeins kunningjarabb, sam-
ið um leið og skrifað, en eigi að síður ber það vott frásagnar-
glöðum manni, léttum og snjöllum í máli og vel fróðum um
margt, en þó hvatvísum og fullyrðingasömum. Hann segir hik-
laust að skcgarhríslan í Svíuafel’i sé hin eina á öllu Suður-
landi og allt frá tíð Flcsa, en ré.tt á eftir hefur hann spurnir
af heilum skógi í Núpsstaðalandi.
Sigfús Sigfússon ritar þátt aif séra Finni Þorsteinssyni og
Birni í þjóð.sögum sínum. (X, 2. bls. 441). Hann segir þar m.a. ■
„Þegar séra Finnur var að Klyppsstað, kvað þar mest að
þeim í sveitinni, Birni HalMórssyni að Úlfsstöðum, Stefáni
Gunnarssyni í Stakkahlíð og Rustikusi á Nesi. Var samkomu-
lag hans og Jþeirra gott, nema hvað Bjcr.n var nokkuð ráð-
ríkui’. Kom það mest við Ölöfu, rEinarsdóttur konu séra
Finns] og áttus.t þau margt við, sem prestur lét eigi til sín
taka. Sagði hann og, að Björn hefði verið einhvsr sinn um-
hyggjusamasti og bezti nágranni“. Ennfremur segir Sigfús um
Björn: „Björn var eitt þetta heljarmenni að glímni og afli.. .
Honum var nær allt ósjálfrátt vel gefið, en var bokki mikill
og yfirlátssamur . . . Hann var vel virtur og umhyggjusamur
sveitarhöfðingi. En hann var ærið vínkær og þá umsvifa- og
ákastamikill. Hann hélt þar eins konar íþrólla- og samkomu-
skóla fyrir unga m'3nn‘‘. Sigfús segir ein.nig frá því í þessum
þætti að Björn hefði reynit mikið til að fá prest í glímu við
sig og einu sinni hleypt upp í honum með því. Þá hefði prest-