Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Síða 161
MÚLAÞING
159
hana eftir tvö ár tengdasyni sínum, Halldóri búfræðingi Hjálm-
arssyni, sem kvæntur var Margréti. Hitt fólkið flutti til Seyð-
ísfjarðar nema Björn yngri sem varð eftir hjá syst.ur sinni
og mági. Þau eiga heima á Vestdalseyrinni 1883 og fram lá
ár 1884, og er að sjá að Björn hafi þá stundað mesf smíðar.
Sumarið 1884 bregður Björn á það ráð sem hann fyrrum áleit
óráð og hafði látið í Ijós andúð á, ha.nn fór til Ameríku með
allt sitt skyldulið, einnig fóru Hauksstaðahjónin. Svo virðist
sem Ihann hafi misst rótfestu í Hfinu er hann fluttist frá
Úlfsstöðum, að minnsta kosti um stund.
Björn keypti land fyrir sunn*an Mountain í Norður-Da'kota
og bjó tþar í þrettán ár, fram til ársins 1897, er hann fluttist
til Winnepeg. Halldór og Margrét námu land í Cavalier-byggð,
Björg giftist Birni Blöndal trésmið í Mountain, sýslumanns-
syni úr Húnavatnssýslu, Ólöf Gísla Goodman í Winnepeg,
Guðrún Ingibjörg Einari Grímssyni Scheving í Winnipeg,
Mag.nús varð læknir í sömu borg, Bjöm fór til San Francisco,
Halldór dó fullorðinn.
Hólmfríður andaðist 4. júlí 1904 og Björg dóttir þeirra sama
ár, en Bjöm varð há*aldraður, lézt ihjá Ólöfu dóttur sinni í
Winnepeg 9. maí 1920 orðinn 89 ára.
Afkomendur Úlfsstaðahjóna eru nú sem að likum lætur
oiðnir fjölmargir og sjálfsagt allir búsettir vestanhafs, því
að Björn sá er Björn Halldórsson átti með Kristínu og áður
er minnzt á, dó úr meinlætum heima á Úlfsstöðum 6. febrú-
ar 1868 á 18. aldursári.
A. H.
Heimildir auk þeirra er greinir í skýringunum:
Kirkjubækur Kirkjubæjar-, Klyppsstaða- og Dvergasteins-
sókna, Dagbók Sigm. Longs, Ættir Austfirðinga, ísl, æviskrár,
Alman*ak Ólafs Thorgeirssonar, Saga Islendinga í Norður-
Dakota eftir Thorstínu Jackson, Þjóðsögur S. S. og frásagnir
ýmis-sa manna.