Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 164
162
MÚLAÞING
Hermannsdóttir kona hans 32 ára. Þeirra börn: Jón, Guðlaug,
Guffrún, Stefán.
Öll börnin eru ung, fædd 1789—1792. Þetta sama ár er
slkráður í kirkjubók sóknarinnar sá sorgaratburður, að 26.
júní farast bæði hjónin í Gautavík í skriðuhl-aupi cvg megin-
hluti kvikfjár þeirra, virðast „begrafin" undir hlaupinu. Þau
skilja eftir sig fjögur ung börn. Á öðrum stað í kirkjubók
sóknarinnar: 30. júní 1792, hreppstjóri Jón Jónsson frá Gauta-
vík var jarðsettur. Varð fy.rir skriðuhlaupi í því mikla gand-
reiðarveðri 26. júní. Fannst upprekinn úr sjónum þar 27 s. m.
Eftir þessu hefur Ásdíg Hermannsdóttir hin fagra grafizt
undir skriðunni og því ekki hlotið hvílu i kirkjugarðinum.
I Ættum Austfirðinga segir frá þessum atburði á þessa
leið: „Ásdís Hermannsdóttir fædd um 1760. Átti 1788 Jón
Jónsson bónda í Gautavík á Beruf jarðarströnd er kallaður var
,,matrós“. Þeirra börn: Jón, Guðlaug, Guðrún. Jön og Ásdís
fórust í skriðuhlaupi 26. júní 1792 og 27 ær er þau voru með.
Fór allt á sjó út. Jón rak en hana ekki. — Jónar tveir norðan
úr landi komu austur. Annar fór norður aftur. Hinn stað-
næmdist í Berufirði. Kom þá frá útlöndum, hafði lært grasa-
fræði. Sá Ásdísi og leizt svo vel á hana, að ihann giftist henni
og fór ekki norður. Ásdís hafði áður átt (1784) Jón Jónsson
bcnda í Berufjarðarhjáleigu .. . Sá Jón dó úr bólu 1781“. Þau
áttu einn son, Einar að nafni, en hún hafði einnig misst hann.
Hin unga kona hefur því verið búin að bergja á bikar sorg-
arinnar áður en hún giftist Jóni seinni manni sínum. Hann
hefur komið frá framandi löndum, sem ævintýraprins í sög-
unum og heillað hina fögru konu. Og hún hefur gefið honum
ást sína og gengið fagnandi móti lífinu á ný. En örlagadísirn-
ar höfðu þá þegar spunnið þeim örlagavef, svo stutt var sú
stund er þau máttu dvelja saman hér á jörð. Enginn veit nú
hvar hinzta ihvílurúm Ásdísar Hermannsdóttur er, en mun
ekki andi hennar og manns hennar hafa stundum svifið kring-
um þær stöðvar sem þau lifðu á sín síðustu æviár, og sem
sennilega hafa verið sælustu ár í lífi þeirra. Og frá fjórum
ungum börnum voru þau hrifin á svo sviplegan hátt.
J