Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 165
MÚLAÞING
163
Þegar við á fögrum sumardegi ferðumst um Berufjarðar-
strönd og horfum yfir Gautavík þar sem hin undurfagra eyr-
arrós breiðir út hlöð sín á stóru svæði, kemur mér í hug
hvort, hún hafi svo fagurlega skreytt þessa jörð 1792. Eða
spratt hin fyrsta eyiarrós sem óx í Gautavík, á legstað Ás-
d'ísar hinnar fögru, konunnar sem ekki hlaut leg í vígðri mold
við hlið eiginmanns sins? Það fennir fljótt í sporin og þarf
oft styttri tíma til þess en 176 ár. En heima í Gautavík voru
oftir fjögur munaðarlaus börn. Hvað beið þeirra? Sveitin?
Sveitarómagar, niðursetningar. Það hljómar ekki vel í eyrum,
því látið er af misjafnri ævi þeirra.
Það næsta sem við sjáum um þessa munaðarleysingja er í
oianntali sama ár. Þá er Jón tökubarn á Berunesannexíu,
Guðlaug tökubarn á Núpi, seinna fósturbarn þar, og Guðnin í
Fossárdal. Stefán mun hafa andazt ungbam. Systkinin frá
Gautavík munu hafa alizt upp að meslu á þessum sömu bæj-
um. Hvernig sem kjör þeirra hafa verið haf-a þau ekki hrakizt
bæ frá bæ.
Nú ætla ég fyrst að minnast á elzta barnið, Jón, og afkom-
'endur hans.
JÓN JÓNSSON FÆDDUR 1789
Það virðist svo *að hann hafi alizt upp á Berunesi og slitið
sínum barnsskóm þar og meira en það. 1798 er hann talinn
fósturbarn á Berunesi. Þá er þar húsráðandi Halla Eiríks-
dóttir 85 ára að aldri. En 1805 er skipt um ábúendur þar. Þá
búa þar Guðmundur Skaftason og Sigríður Jónsdóttir kona
hans. Þá er vinnumaður þa,r Jón Jónsson. En 1807 mun Jón
vera vinnumaður í Berufirði hjá þessum sömu 'hjónum Guð-
tnundi og Sigríði.
Árið 1813 er Jón aftur kominn að Berunesi og er þar vinnu-
uiaður hjá Jóni Ámasyni sem býr þar með ráðskonu, Mar-
grétu Jónsdóttur. I næsta manntali er Jón ennþá á Berunesi,
en þar hafa enn orðið ábúendaskipti, því þá eru þar húsráð-
endur Eiríkur Jónsson og Þórunn Jónsdóttir. En 1815 er Jón
Jónsson farinn að búa í Núpshjáleigu. Þórdís Einarsdóttir