Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 168
166
MÚLAÞING
Jóhanna Árnadóttir giftist Gísla Lárussyni kaupfélagsstjóra
í Vestmannaeyjum,
Soffía giftist Gísla Stefánssyni kaupmanni í Vestmannaeyj-
um, Þeirra börn: Friðrik myndasmiður í Reykjavík, Jes prest- i
ur í Eyvindarhólum síðar kuupmaður í Vestmannaeyjum, Stef-
án og Ágúst útgerðarmenn í Vestmannaeyjum, Lárus mynda-
smiður í Vestmannaeyjum, Ásdís kona Gísla Johnsen stór-
kaupmanns í Vestmannaeyjum, síðar í Reykjavík, Rebekka.
Munu börn þeirra hafa verið fleiri. Ásdís Guðbjörg kona Þor-
steins Einarssonar íþróttafulltrúa mun vera dóttir Jes Gísla-
sonar svo að nafn Ásdísar Hermannsdóttur lifir ennþá hjá
afkomendum hennar.
Jón eldrí Jónsson, sem oftast er neíndur Jón í Borgargarði,
var fæddur 5. marz 1819. Hann ólst upp hjá Guðrúnu föður-
systur sinni á Núpi og manni hennar Antoniusi. Hann er síð-
agt hjá fósturforeldrum sínum á Núpi 1838 og er líklega
vinnumaður í Papey næstu árin. Hann er þar vinnumaður }
þegar ihann gengur að eiga fyrri ikonu sína, Kristínu Sigurð-
ardóttur, 16. september 1844. Þau bjuggu í Hlíðarhúsi við
Djúpavog og þar andast Kristín 19. desember 1853 af barns-
burði frá fimm ibörnum, því elzta níu ára. Síð*ari konu sinni,
Önnu Jónsdóttur frá Veturhúsum Jónssonar, kvæntist Jón
20. september 1854. Þau eignuðust fjölda barna. Varð Jón í
Borgargarði mjög kynsæll sem faðir hans þótt hann yrði fyrir
þeirri raun *að missa nokkur af börnum sínum. Ekki veit ég
fyrir víst ihvenær Jón og Anna kona ihans fluttu að Borgar-
garði við Djúpavog en 1863 eru þau búsett þar og þar búa þau
til 1893 að Jón flyzt. að Karlsstöðum á Berufjarðarströnd með
Hansínu dóttur sinni og manni hennar, Lúðvíki Lúðvíkssyni,
en Anna kona 'hans fluttist til Fáskrúðsfjarðar. Jón andaðist,
á Karlsstöðum 1906; hann var þá orðinn ekkjumaður í annað
sinn, Gamall maður minntist Jóns, sá hann aldraðan á Karls-
stöðum. Hann sagði að hann hefði verið svo fríður sýnum þá,
að fallegur hefði hann hlotið að teljast á blómaskeiði ævinn-
ar. I Ættum Austfirðinga segir svo: „Jón var hraustmenni,
smiður og fjölhæfur mjög“.