Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 169
MÚLAÞING
167
Jón Jónsson Borgargarði og Anna Jónsdóttir seinni kona hans.
—• Ljósm.: Nicoline Weyvadt.
BÖRN JÖNS I BORGARGARÐI
Nú ætla ég lítillega að reyna að gera grein fyrir afkomend-
um hans, í það minnsta telja upp börn hans.
Sem fyrr segir var hann tvígiftur. Með fyrri konu sinni,
Kristínu Sigurðardóttur, átti hann Kristján, Sigurð, Eirík,
Þórdísi og Steinunni, sem dó tvítug. Með seinni konu sinni,
Önnu Jónsdóttur, átti hann þessi börn: Ólaf, Lúðvík, Hansínu,
Þóru, Petru, Jón, dó ungur, Friðrikku, Steinunni, Guðrúnu,
Níels, Kjartan, Antoníus, Antoníu. Hin þrjú síðasttöldu dóu
ung.
Kristján Jónsson átti fyrir konu Katrínu Lúðvíksdóttur frá
Hálsi. Börn þeirra voru: Karl málarameistari í Bergen, Lúð-
vík, dó ungur, og Björg sem giftist í Kaupmannahöfn.
Sigurður Jónsson, beykir á Djúpavogi, átti Álfheiði Sig-
urðardóttur frá Geithellum. Þeirra börn: Kristján, Matth'ías,
Steinunn og fleiri.
Eiríkur Jónsson, bóndi á Rangá, átti Vilborgu frá Stakka-
hlíð, fóru til Ameríku.
Þórdís Jónsdóttir átti þýzkan mann með ættarn-afninu Keys-
er. Fóru til Kaupmannahafnar.