Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 173
MtJLAÞING
171
hennar. Þau eignuðust þrjú börn, Sigurjón, Sigríði og Júíönu.
Þau eiga öll afkomendur. Þorvarður andaðist 7. marz 1900,
þá talinn 78 ára að aldri.
Lísibet Jónsdóttir frá Núpshjáleigu giftist Þórarni Rikarðs-
syni Long bónda á Núpi. Þau eignuðust mörg börn: Jón, Hjör-
leif, Einar, Árna, hann fór til Ameríku, Þórdísi, Kristinu, Ás-
dísi, Rebekku og Þórunni.
Jón Þórarinsson átli fyrst Rebekku Þorvarðardóttur frá
Streiti frændkonu s'ína. Börn þeirra dóu öll ung. Jón missti
konu ;sína og son sinn Þórarin Ríkharð þrettán ára gamlan
úr taugaveiki. Þau dóu með viku millibili árið 1885 á Núpi.
Síðari ko:na Jóns var Ólöf Finnsdóttir frá Tunguhóli. Á
meðal barna þeirra er hinn landskunni listamaður Ríkharður
Rebekk Jónsson myndhöggvari í Reykjavík og Finnur Jóns-
son listmálari í Reykjavík.
Hjörleifur Þórarinsson átti Sigríði Bjarnadóttur frá Núpi.
Þau Hjörleifur og Sigríður bjuggu á Núpi og eignuðust tvær
dætur, Þórunni og Jónínu.
Þórunn Hjörleifsdóttir giftist Kristjáni Finnssyni, frænda
sínum. Móðir Kristjáns var Kristín, systir Hjörleifs á Núpi.
Jónina Hjörleifsdóttir giftist, Gústaf Kristjánssyni. Þau áttu
heima á Lögbergi við Djúpavog. Þær systur eiga báðar marga
afkomendur.
É|g minnist þeirra systra Jónínu og Þórunnar, sérstaklega
þegar þær voru við guðsþjónustu hér í Beruneskirkju, þar
sem þær stóðu hlið við hlið og tóku þátt í kirkjusöngnum.
Þær höfðu báðar ákaflega fagrar söngraddir og tóku þátt í
aöngnum af lífi og sál.
Málfríður Jónsdóttir frá Núpshjáleigu giftist Bjarna Þórð-
arsyni bónda á Núpi. Börn þeirra voru: Jón, Sigríður, Þórunn,
Lísibet, Þorvarður og Oddur Þórður, sem dó ungur, 27 ára
gamall, úr taugaveiki. Má vera að börn þeirra hafi verið fleiri.
Guðlaug Jónsdóttir frá Núpshjáleigu giftist Brynjólfi Jóns-
syni frá Hvalnesi í Stöðvarfirði. Börn þeirra voru: Guðlaug,
Kristborg, Sigríður, Elísabet, Guðný, Jón Ólafur, Snorri,
drukknaði ungur í Berufirðinum.