Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 174
172
MÚLAÞING
Guðlaug Brynjólfsdóttir giftist Guðmundi Halldórssyni í
Krossgerði. Þeirra börn voru mörg en dóu öll í æsku nema
Guðlaug. Hún fór til Kaupmannahafnar og giftist þar.
Kristborg Brynjólfsdóttir giftist Sveini Benediktssyni bónda 'i
á Ósi, Brelkkuborg og Skjöldólfsstöðum. Börn þeirra: Ragn-
heiður, Oddný Jóhanna, Benedikt og Guðríður.
Ragnheiður Sveinsdóttir var fyrri kona Jóns Stefánssonar
verz'unarstjóra á Borgarfirði. Hún dó eítir fæðingu fyrsta
barnsins og barnið skömmu síðar.
Oddný Jóhanna Sveinsdóttir giftist Björgvin Þorsteinssyni
verzlunarmanni á Fáskrúðsfiroi, þau eiga afikomendur.
Benedikt Sveinsson húsasmiður á Fáskrúðsfirði átti Mar-
grétu Guðnadóttur Stefánssonar á Gestsstöðum.
Guðríður Sveinsdóttir giftist Eið Albertssyni frá Garði í
Fnjóskadal. Þau eiga Örn fyrir son. Um fleiri börn þeirra
veit ég ekki.
Sigríður Brynjólfsdóttir giftist Eiríki Oddssyni, Jónssonar
frá Eyri í Fáskrúðsfirði. Þau eignuðust börn sem eiga af-
komendur.
Guðný Brynjólfsdóttir giftist dönskum beyki, Petersen, í
Kaupmannahöfn.
Elísabet Brynjólfsdóttir giftist Halldóri Halldórssyni frá
Krossi. Hann var hagmæltur vel. Börn þeirra voru: Guðlaug,
Jóhann, Ólafur, Sigríður, Snorri, Stefán.
Jón Ó'afur Brynjólfsson, bóndi í Fagradal í Breiðdal. Einn-
ig hafði |hann búið um tíma í Flögu í sömu sveit, en í huga
mínum og annarra sveitunga hans er nafn hans aðeins tengt
Fagradal. Það var alltaf hlýr andblær sem fylgdi þessu nafni,
Ólafur í Fagradal. Ótal minningar koma fram í huga minn
þegar ég ritla hér nafnið hans, minningar frá bernsku- og
æskuárum mínum. Ég átti þá heima á næsta bæ við Fagradal,
en það er önnur saga sem kannski verður aldrei sögð.
Kona Ólafs var Kristín Þórarinsdóttir, Eyjólfsson-ar. Faðir
hennar, Þórarinn, mun hafa búið á Höskulidsstöðum og víðar.
Ólafur og Kiistín eignuðust einn son sem 'upp komst, Helga
að nafni. Með unnustu sinni, Heigu Stefánsdóttur, eignaðist