Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 178
176
MÚLAÞING
í annað sinn. Og nú hættir hún að búa á Tittlingi og flytur
1837 að Núpi með Ásdísi dóttur sína. Þá eni fjórir ábúendur
á Núpi. Á meðal ábúenda þar er Guðrún systir Guðlaugir og
maður hennar Antoníus, bróðir Jó.is Antoníussonar, fyrra (
manns Guðlaugar. Hjá þessum hjónum dvelja þær mæðgur
næstu árin þar til Guðlaug a.ndast 26. nóvember 1846. Annað
barn Jcns Jcnsso.nar og Ásdísar Hermannsdóttur hefur lokið
gistivist sinni liér á jörðu og lagzt til hinztu hvíldar í skauti
iarðarinnar.
Ásdís Jónsdóttir, einkabarn Guðkmgar giftist 1847 Snjólfi
Þórðarsyni frá Þiljuvö’lum, sem er næsti bær við Tittting.
Þau voru systkinabörn, mcðir Snjólfs, Þórey Antoníusardóttir
var dóttir Antoníusar og Ingunnar á Tittlingi.
Snjólfur var nokkrum árum eldri en Ásdís. 1848 eru þau
farin að búa á Tittlingi og bjuggu þar allan búskap sinn.
Munu iþani hafa búið þar góðu búi eftir því sem þá gerðist.
Snjólfur bóndi átti marga sauði og hélt þeim vel til beitar.
Snjólfur andaðist 17. marz 1907, en Ásdís kon-a hans 31. marz
1921. I rúm áttatíu ár átti hún sitt heimili á Tittlingi. Er bjart.
yfir minningum frá bernsku- og æskuárum og svo mun hafa
verið fyrir Ásdísi, því sagt er að hún hafi á elliárum minnzt
á hvað failegt. væri á Núpi.
Börn Snjólfs og Ásdísar.
Þau eignuðust mörg börn, en upp komust Guðlaug, Þórður,
Jón og Kristín.
Jón Snjólfsson andaðist aðeins tuttugu og fjögurna ára eft-
ir langvinna legu úr útvortis og innvortis veikindum. Hann
var ógiftur og barnlaus.
Þórður Snjólfsson giftist Lísibet Bjarnadóttur frá Núpi.
Var hún alin upp á Tittlingi. Þau voru þremenningar að ætt.
Þau Þórður og Lísibet bjuggu á Tittlingi og eignuðust fimm
dætur sem, þau misstu allar. Eftir lát konu sinnar bjó Þórður
með ráðskonu, Guðnýju Stefánsdóttur frá Núpshjáleigu. Eign-
uðust þau fjögur börn sem dóu öll ung. Frá Þórði er því engin
ætt komin.
Guðlaug Shjólfsdóttir giftist ekki, en eignaðist son sem hét