Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 182
180
MÚLAÞING
Nú býr hr.nn með Gunniþóru Guttormsdóttur konu sinni í
húsi Ara sonar þeirra í Egilsstaðakauptúni og sér daglega
flutninga fara fram með öðrum hætti en fyrir tæpum 60 ár-
um.
Skafheiðan dag í frostunum í vetur') hyllti eg han.n hingað
út eftjir til mi’n í Eiða til að segja frá reynslu sinni í isam-
bandi við vagnflutninga yfir Fa.gradal huga að gömlum kerru-
slcðum sem nú eru horfnar. Þetta var tekið á segulband til
þess aðallega að hlíta tízku og, ef verða mætti, að ná svip af
rómuðum frásagnarhætti Sigurbjörns, en ekki er því að leyna
að einmitt svip frásagnarháttarins vantar hér á þessum blöð-
um, hlýlega kímni með ofurlitlu hláturkumri, breytilegum
rcmblæ eftir ecni og sitthvað flsira sem skilur ræðu og rit.
— Það er náttúrlega hægt að segja með fullum sanni, að
þegar Fagradalsbrautinni lauk í Egilsstaði, þá verður sú
stærsta bylting í samgö.ngumálum sem oirðið hefur, að minnsta
kosti hér á Upphéraði. Það mun hafa verið 1909 sem vegur-
inn kernst alla leið í Egilsstaði. — Nú, þá var líka kominn
báturinn á Lagarfljótið — Lagarfljótsormurinn, og vitanlega
brúin, en vegurinn náði ekki lengra en í Egilsstaði. Þó mátti
heita að væri keriufær leið nokkuð inn á Vellina, inn undir
Grímsá.
Vellina?
— Já, þá hef eg Austur-Velli í huga, ekki Skóga. Þó var
einnig farið með vagna inn fyrir Grímsá, inn í Vallanes að
minnsta kosti.
Vagnarnir, viltu lýsa þeim. svolítið?
— Fyrst voru eklki til nema tvíhjóla vagnar — kerrur, ekki
fyi'st, en um það leyti sem Fagradalsbrautinni var lokið —
það var nú eins og annað hjá Jóni á Egilsstöðum — hann var
þá búinn að útbúa sig með fjórhjóla vagna.
Vegna flutninga kaupfélagsins ?
— Já, vegna kaupfélagsins fyrst og frsmst, og einnig vegna
sinnar eigin verzlunar á Egilsstöðum. Jcn hafði þegar kaup-
1) Ritað 1967.