Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Síða 184
182
MÚL AÞING
Þessu var þannig raðað niður, að við Hailgrímur keyrðum
sinn vagninn hvor, en hinir höfðu aftur tvær kerrur ihvor.
Kerrumar voi’u tvær frá Ketilsstöðum og sú þriðja fengin
lánuð frá Höfða. Sú fjórða var frá vegagerðinni. Þá var verið
að ljúka við að íbyggja brúna á Köldukvísl, það var síðasta
brúin sem, var byggð á dalnum, og vegurinn var kominn að
nafninu til niður í Egilsstaði. Þó var það nú svo, að frá Háls-
læknum var hann ekki fullgerður. — Hálslækurinn er þama
uppi í skóginum þar sem gamla samkomusvæðið var.
-— Svo leggjum við af stað, snemma morguns, og það er
keyrt lóttan. Þegar í Egilsstaðaskóginn kemur, þá var nú
passáð; að fá sér vel í hendina, því það var um að gera að
geta farið dáltið liðugt, og þetta gekk alltsaman prýðilega.
Þegar komið var að Kölduikvísl, þá var fengin þessi kerra
sem þar var og lofað hafði verið, hjá Erlendi Zakaríassyni,
sem var verkstjóri þarna í Fagradalsveginum. Með okkur fóru
ofanyfir smiðirnir sem þarna voru við brúna. Þeir voru Hall-
grímur Bóasson frá Stuðlum og Geir Pálsson. Hann var bróð-
ir Sveins Pálssonar í Arnkelsgerði og sonur séra Páls í Þing-
múla — og nú er keyrt léttan, og við ætluðum að vera ákaf-
liega fljótir í ferðinni, og allt gekk prýðilega á Reyðarfjörð.
— Timbrið sem við áttum að flytja og annað, það var úti á
Johansensbryggju, sem kölluð var, fyrir utan Oddnýjarheið-
ina, á Bakkagerðiseyrinni. Og nú var farið að hlessa og raða
timbrinu á. Það gekk náttúrlega vel, það var drifið á kerrurn-
ar og vagnana, og enginn hafði hugmynd um hvað þetta var
þungt. -— Eg man eftir því að eg fór eitthvað að hafa orð á
því, þegar á leið hlessinguna, hvort þetta mundi ekki vera
orðið nokkuð mikið, en því var ekki anzað eins og eklki var
heldur ástæða til þótt vitlaus strákur væri eitthvað að gjamma.
Og svo var raðað á •— eins og mögulegt var. Síðan voru hest-
arnir settir fyrir. Þetta var um kvöldið nokkuð seint sem allt
var tiibúið *að fara. Þá var keyrt á stað —.
—• Alveg óvænt, en mjög fljótiega kom í ljós að hestamir
drógu illa, og þá var náttúriega slegið í því ekki var annað
að gera, — og svo að ýta. Þetta gekk nú svon*a — þarna upp