Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Page 187
MÚLAÞING
185
— Það voru náttúrlega allir lækir óbrúaðir. Höfðaáin var
óbrúuð líka. Þar vildi til dáltið óþægilsgt atvik. Ein kerran,
sem í voru t'vær sementstunnur, hún lenti upp á bakkann í
sniði sem faiið var ofan í ána, svo hvolfdist hún og allt úr
henni, kerran og alit saman í ána. Þessu náðum við öllu sam-
an upp aftur, og það var sett á kerruna. Eg hef grun um það
að eitthvað hafi kannske skemmzt í sementstunnunum, en það
þýddi ekkiert að vera að fást um það. Áiram böksuðum við
inneftir, og svo komum við að Unalæknum. Þá urðum við enn
fyrir afleitu chappi. Blesótti klárinn sem ég hafði áður haft,
en var nú fyrir einni kerrunni, lagðist niður í miðjan lækinn.
Og þaðan varð hann ekki hreyfður hvernig sem að var farið.
Fyrst var hann auðvitað tekinn frá kerrunni, það var alveg
sama, hann stóð ekki upp. Þá voru tekin af honum aktygin,
og það var ekki til neins, hann hreyfði sig ekki enn. Svo var
tek(ð |út úr honum beizliið og danglað duglega í rassinn á
honum. Þá stóð hann hpp og labbaði þar út á bala og hristi
sig, og fcr að kroppa. Þaina skildum við kerruna eftir m;eð
því sem í henni var, en hitt komumst við með heim í Ketils-
staði. Þá vorum við búnir að vera af Reyðarfirði og þarna upp-
eftir fullan sólarhring.
— Nú er eg ekki að segja þessa hrakfallasögu til þess að
sýna að eitthvað bjánalega hafi verið að þessu farið. Sann-
leikurinn var auðvitað sá, að þegar byrjað var á þessum flutn-
ingum, þá vissu menn bókstaflega ekkert um hvað mátti láta
á vagnana, þetta var náttúrlega reynsla sem eðlilegt var að
brautryðjendur þyrftu að gegnumganga, en hún var bara
svona erfið hjá okikur.
Þið hafið haft, alltof mikið á.
— Það er vafalaust, alltof mikið. Svo var líka annað: það
var svo erfitt að ganga þannig frá timbrinu á kerrunum að
þær yrðu ekki alltof afturþungar. Það vissu menn ekki heldur
um.. Alltaf annað slagið meðan við vorum á leiðinni uppeftir,
þá kom það fyrir að kjálkarnir lyftust svo að strengdist á
kviðgjörðinni, þeir fóru langt til upp á móts við hrygg á hest-