Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Side 188
186
MÚL AÞING
unum, og þá hættu þeir náttúrlega að diaga. Það fór ákaflega
langur tími í það hjá okkur að færa til á kerrunum.
—• En þetta lukkaðist nú allt saman, og svona var okkar
ferðasaga. En það gerðust ákaflega margar og spaugilegar sög-
ur af því hverjum slysum menn mðu fyrir þama almennt. —
Þetta hvolfdist útaf hjá mönnum, og það var brotið og braml-
að, en aldrei heyrði eg talað um að hestur hefði misfarizt eða
stórslasazt.
Hætti þeim ekki til að fælast?
— O, sumir voru skíthræddir við þetta fyrst, það voru þeir,
en jþeir vöndust því fljótt. Það kom náttúrlega fyrir þegar
menn vorui að keyra ofanyfir lausar kerrurnar að iþeir tóku
•sprett.
— Það er bezt eg segi frá einu óhappaatviki sem eg var
áhorfandi að. Þá vorum við á leið ofanyfir og mættum á blánni
fyrir neðan Seljateig Páli Sigmundssyni í Mýnesi, hann var
þar á ileið uppyfir ásamt fleirum. Páll reið fyrir og hafði kerru-
hestinn í taumi. Hann var ekki vanur svona flutningum. Þeg-
ar við fórum framhjá stanzaði hann ekki, en hesturinn sveigði
út í kantinn heldur utarlega, kerruhjólið útaf, og allt hvolfd-
istí ofan í skurðinn bæði kerra og hestur. Það var rennandi
vatn í þessum skurði eins og alltaf hefur verið þarna niður af
Seljateigi. Þarna voru margir menn við, og það var hlaupið
til og allt rétt við og komið upp á veginn. Mér er það minnis-
stætt að hann hafði haft sykurtoppa í poka og bundið ofan á
hlassið. Þeir urðu náttúrlega rennandi blautir. Eg hafði orð á
því við hann, að þetta yrði allt ónýtt hjá honum og hann
skyldi fara með sykurtoppana heim í Seljateig og þurrka þá
þar við hita eða þá að fá ílát undir þá, þetta rynni allt saman
niður. Hann vildi e:kki heyra það nefnt, og svo k-eyrði hann
upp en við úteftir. Eg hitti hann svo nokkru seinna og spurði
hvernig hefði farið með sykrið. „Æ, Jesús minn“, sagði hann,
„það var ekki eyvi eftir af iþví“.
— En þetta lærðist ailt saman fljótlega, og sá munur sem
þarna varð á, að flytja allt á kerrum og vögnum frá Reyðar-
firði, í sfað þess að flytja á klyfjahestum frá Seyðisfirði,